banner
   lau 20. nóvember 2021 17:08
Brynjar Ingi Erluson
„Enginn hræddur við að spila við Man Utd"
Tim Sherwood
Tim Sherwood
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði fyrir Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag, 4-1. Tim Sherwood, spekingur á Sky Sports, segir að ekkert lið sé hrætt við United lengur.

United tapaði fimmta leik sínum í deildinni á þessari leiktíð og er útlit fyrir að Ole Gunnar Solskjær missi starf sitt á næstu dögum miðað við spilamennsku í dag.

Watford komst tveimur mörkum yfir áður en Donny van de Beek minnkaði muninn. Harry Maguire var rekinn af velli með tvö gul spjöld og gerðu svo heimamenn út um leikinn undir lokin með mörkum frá Joao Pedro og Emmanuel Dennis.

„Manchester United var ekki með lið. Þetta var fullt af einstaklingum sem var kastað á völlinn. Watford slátraði Manchester United," sagði Sherwood.

„Þetta eru niðulægjandi úrslit fyrir United. Það er enginn hræddur við að spila við þá lengur. De Gea hefur verið frábær og það segir eiginlega alla söguna," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner