sun 20. nóvember 2022 22:49
Ívan Guðjón Baldursson
FIFA ekki búið að gefa leyfi fyrir OneLove fyrirliðaböndum
Mynd: Getty Images

Enska knattspyrnusambandið er búið að senda fyrirspurn á FIFA til að spyrja hvort fyrirliðar sem klæðast svokölluðum 'OneLove' fyrirliðaböndum munu eiga von á gulu spjaldi.


England og Wales eru meðal níu landsliða sem vilja að fyrirliðar sínir klæðist 'OneLove' bandinu á HM til að mótmæla fordómum í garð samkynhneigðra og kynsegins fólks.

Enska sambandið sendi fyrirspurn á FIFA í september til að spyrja út í armböndin en fékk ekki svar. Staða knattspyrnusambandsins er sú að það er reiðubúið til að borga sekt fyrir að klæðast bandinu en gæti endurhugsað áform sín ef Harry Kane fær sjálfkrafa gult spjald fyrir að klæðast bandinu.

Það er því óljóst hvort Kane muni bera fyrirliðabandið umdeilda í opnunarleik Englands gegn Íran á morgun. Viðræður um notkun bandsins hafa átt sér stað undanfarna daga en þær hafa ekki borið árangur. Heimamenn í Katar líta á þetta band sem móðgun við menningu sína og vilja ekki sjá það.

„Við höfum tekið skírt fram að við viljum klæðast þessu armbandi. Ég veit að það eru samræður í gangi á milli knattspyrnusambandanna (enska og alþjóðlega) en vilji okkar leikmanna er skír," sagði Kane.


Athugasemdir
banner
banner