Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
banner
   lau 20. desember 2025 20:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Köln
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Ísak lék allan leikinn í dag.
Ísak lék allan leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Uppselt var á vellinum í dag eins og venjulega, 50 þúsund áhorfendur, en það voru kaflar þar sem enginn lét í sér heyra.
Uppselt var á vellinum í dag eins og venjulega, 50 þúsund áhorfendur, en það voru kaflar þar sem enginn lét í sér heyra.
Mynd: EPA
„Gríðarlega svekkjandi að tapa þessum leik, leiðinlegt að klára árið svona, þetta var akkúrat leikurinn sem Union vildi, ég sagði við þig í gær að þeir spila marga langa bolta og væru góðir í föstum leikatriðum, þeir skora úr einu svoleiðis. Við höfum fengið á okkur 14 mörk úr föstum leikatriðum, þannig við erum ekki nógu góðir þar, það er nokkuð ljóst," sagði Ísak Bergmann Jóhannesson við Fótbolta.net eftir leik 1. FC Köln og Union Berlin í þýsku Bundesliga í dag. Spilað var á RheinEnergieStadion í Köln.

Sigurmarkið skoraði Andras Schäfer á fyrstu mínútu uppbótartíma, fékk boltann fyrir utan teig eftir hornspyrnu og hitti boltann vel.

Tæpum tíu mínútum fyrir markið fékk Rav van den Berg í liði Köln að líta rauða spjaldið fyrir stöðva boltann með höndinni, Union var í sókn og leikmaður gestanna hefði verið í kjörstöðu ef boltinn hefði ekki verið stoppaður.

„Úti á velli hélt ég að þetta væri ekki rautt en svo þegar ég sá þetta aftur þá er þetta pjúra rautt held ég."

Stemningin stærstan part leiksins var mjög mikil, en það voru kaflar; fyrsti stundarfjórðungurinn og eftir miðbik seinni hálfleiks, þar sem nánast algjör þögn var í stúkunum. Ástæðan fyrir þögninni var sú að stuðningsmaður liðsins var hætt kominn og á meðan óvissa ríkti um heilsu hans var ekkert sungið. Þegar í ljós kom að stuðningsmaðurinn væri úr hættu þá hófst stanslaus söngur út hálfleikinn.

Ísak, sem var í sóknarsinnuðu hlutverki í leiknum, var sáttur með eigin frammistöðu en sagði að sér væri í raun alveg sama því leikurinn tapaðist.

Leikurinn í dag var sjötti leikurinn án sigurs. Nýliðar Köln eru í 11. sæti deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.

„Það er bæði gott og slæmt að fara í frí núna, getum svolítið núllstillt okkur. Erum í 11. sæti, pakki af liðum með 16 stig eins og við og svo eru lið með 11 stig þarna niðri, þannig þetta er ekkert það slæmt. En að fara í frí eftir þennan kafla gerir þetta kannski aðeins verra, þurfum að koma sterkir til baka," sagði Ísak.

Viðtalið má sjá í spilaranum efst.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 18 16 2 0 71 14 +57 50
2 Dortmund 18 11 6 1 35 17 +18 39
3 Hoffenheim 17 10 3 4 35 21 +14 33
4 Stuttgart 18 10 3 5 33 26 +7 33
5 RB Leipzig 17 10 2 5 33 24 +9 32
6 Leverkusen 17 9 2 6 34 25 +9 29
7 Eintracht Frankfurt 18 7 6 5 38 39 -1 27
8 Freiburg 18 6 6 6 29 31 -2 24
9 Union Berlin 18 6 6 6 24 27 -3 24
10 Köln 18 5 5 8 27 30 -3 20
11 Gladbach 18 5 5 8 23 29 -6 20
12 Wolfsburg 18 5 4 9 27 38 -11 19
13 Werder 17 4 6 7 21 34 -13 18
14 Hamburger 17 4 5 8 17 27 -10 17
15 Augsburg 18 4 4 10 20 35 -15 16
16 Heidenheim 18 3 4 11 17 39 -22 13
17 Mainz 18 2 6 10 18 31 -13 12
18 St. Pauli 17 3 3 11 16 31 -15 12
Athugasemdir
banner