Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   lau 20. desember 2025 20:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Köln
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Ísak lék allan leikinn í dag.
Ísak lék allan leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Uppselt var á vellinum í dag eins og venjulega, 50 þúsund áhorfendur, en það voru kaflar þar sem enginn lét í sér heyra.
Uppselt var á vellinum í dag eins og venjulega, 50 þúsund áhorfendur, en það voru kaflar þar sem enginn lét í sér heyra.
Mynd: EPA
„Gríðarlega svekkjandi að tapa þessum leik, leiðinlegt að klára árið svona, þetta var akkúrat leikurinn sem Union vildi, ég sagði við þig í gær að þeir spila marga langa bolta og væru góðir í föstum leikatriðum, þeir skora úr einu svoleiðis. Við höfum fengið á okkur 14 mörk úr föstum leikatriðum, þannig við erum ekki nógu góðir þar, það er nokkuð ljóst," sagði Ísak Bergmann Jóhannesson við Fótbolta.net eftir leik 1. FC Köln og Union Berlin í þýsku Bundesliga í dag. Spilað var á RheinEnergieStadion í Köln.

Sigurmarkið skoraði Andras Schäfer á fyrstu mínútu uppbótartíma, fékk boltann fyrir utan teig eftir hornspyrnu og hitti boltann vel.

Tæpum tíu mínútum fyrir markið fékk Rav van den Berg í liði Köln að líta rauða spjaldið fyrir stöðva boltann með höndinni, Union var í sókn og leikmaður gestanna hefði verið í kjörstöðu ef boltinn hefði ekki verið stoppaður.

„Úti á velli hélt ég að þetta væri ekki rautt en svo þegar ég sá þetta aftur þá er þetta pjúra rautt held ég."

Stemningin stærstan part leiksins var mjög mikil, en það voru kaflar; fyrsti stundarfjórðungurinn og eftir miðbik seinni hálfleiks, þar sem nánast algjör þögn var í stúkunum.

„Það eru einhver mótmæli í gangi, en ég tek í raun ekki eftir því inni á vellinum, en tek eftir því þegar það er sungið mjög hátt."

Ísak, sem var í sóknarsinnuðu hlutverki í leiknum, var sáttur með eigin frammistöðu en sagði að sér væri í raun alveg sama því leikurinn tapaðist.

Leikurinn í dag var sjötti leikurinn án sigurs. Nýliðr Köln eru í 11. sæti deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.

„Það er bæði gott og slæmt að fara í frí núna, getum svolítið núllstillt okkur. Erum í 11. sæti, pakki af liðum með 16 stig eins og við og svo eru lið með 11 stig þarna niðri, þannig þetta er ekkert það slæmt. En að fara í frí eftir þennan kafla gerir þetta kannski aðeins verra, þurfum að koma sterkir til baka," sagði Ísak.

Viðtalið má sjá í spilaranum efst.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 14 12 2 0 51 11 +40 38
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 14 3 2 9 13 26 -13 11
17 Heidenheim 14 3 2 9 13 30 -17 11
18 Mainz 14 1 4 9 13 26 -13 7
Athugasemdir
banner