Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   fös 21. janúar 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hólmar á leið frá Rosenborg og orðaður við íslensk félög
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Hólmar Örn Eyjólfsson á förum frá Rosenborg. Hólmar á tvö ár eftir af samningi sínum við norska félagið en það er tilbúið að leyfa Hólmari að fara annað.

Fjölskylda Hólmars flutti til Íslands á síðasta ári og hefur Hólmar sagt að það sé hans vilji að vera nálægt henni. Kýpverska félagið Apollon Limassol vildi fá Hólmar en hann hafði ekki áhuga áð að fara til Kýpur.

Það er mjög ólíklegt að Hólmar spili með Rosenborg á komandi tímabili en spurningin er með hvaða félagi hann mun spila. Ef það verður á Íslandi þá hefur heyrst af áhuga Víkings, FH og Vals á leikmanninum.

Hólmar er góður vinur Matthíasar Vilhálmssonar, leikmanns FH, og tjáði Matti sig um Hólmar um síðustu helgi.

„Hólmar er einn af mínum bestu vinum og að sjálfsögðu væri það frábært, en hann á tveggja ára samning hjá Rosenborg og það verður bara að koma í ljós hvað gerist. Hann er náttúrulega frábær leikmaður og átt frábæran feril. Það kemur bara í ljós," sagði Matti í viðtali við Fótbolta.net síðasta laugardag.

Hólmar er 31 árs og er uppalinn hjá Tindastóli og HK. Hann hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2008, fyrst hjá West Ham en fór svo til Bochum, Rosenborg, Maccabi Haifa og Levski Sofia áður en hann sneri aftur til Rosenborg árið 2020. Á ferlinum hefur hann leikið nítján landsleiki og hætti að gefa kost á sér á síðasta ári.

Sjá einnig:
Fjölskylda Hólmars flutt til Íslands - „Þarf að hugsa þetta vel" (1. nóv '21)
Athugasemdir
banner
banner
banner