Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   sun 21. apríl 2024 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Elías hélt hreinu annan leikinn í röð - Lærisveinar Óskars töpuðu
Elías Rafn hefur átt flott tímabil með Mafra
Elías Rafn hefur átt flott tímabil með Mafra
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Haugesund tapaði öðrum leik sínum í deildinni
Haugesund tapaði öðrum leik sínum í deildinni
Mynd: Haugesund
Brynjólfur klikkaði á vítapunktinum en það kom ekki að sök
Brynjólfur klikkaði á vítapunktinum en það kom ekki að sök
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson hélt hreinu annan leikinn í röð er Mafra lagði Academico Viseu að velli, 1-0, í portúgölsku B-deildinni í dag. Lærisveinar Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Haugesund töpuðu þá fyrir norska stórliðinu Rosenborg, 2-1, á heimavelli sínum.

Elías Rafn hefur átt gott tímabil á láni sínu hjá Mafra en hann hélt hreinu í áttunda deildarleiknum.

Mafra er í 7. sæti deildarinnar með 42 stig.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille sem vann nauman 1-0 sigur á Strasbourg í frönsku deildinni. Hákon er kominn með fast hlutverk í liði Lille sem er í 4. sæti með 52 stig og gerir sér vonir um að komast í Meistaradeild fyrir næstu leiktíð.

Ari Leifsson var í vörn Kolding sem gerði 3-3 jafntefli við Álaborg í meistarariðli dönsku B-deildarinnar í dag. Nóel Atli Arnórsson var á bekknum hjá Álaborg á meðan Davíð Ingvarsson sat á bekknum hjá Kolding.

Álaborg er í öðru sæti með 56 stig eins og topplið SönderjyskE en Kolding er í 4. sæti með 39 stig.

Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Kortrijk töpuðu fyrir RWDM, 4-2, í fallriðli belgísku úrvalsdeildarinnar. Útlitið orðið ansi svart fyrir Kortrijk sem er nú átta stigum frá öruggu sæti þegar þrír leikir eru eftir.

Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum í 2-0 sigri FCK á Silkeborg í meistarariðli dönsku úrvalsdeildarinnar. Rúnar Alex Rúnarsson var allan tímann á bekknum. Stefán Teitur Þórðarson byrjaði hjá Silkeborg en fór af velli undir lok leiks.

FCK er í 3. sæti með 49 stig en Silkeborg í 6. sæti með 29 stig.

Faðir Orra, Óskar Hrafn Þorvaldsson, stýrði þá Haugesund í 3-1 tapi gegn Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni. Þetta var annað tap liðsins á tímabilinu. Anton Logi Lúðvíksson lék allan leikinn hjá Haugesund sem er með 6 stig eftir fjóra leiki.

Patrik Sigurður Gunnarsson og Júlíus Magnússon sættust á að deila stigunum er Viking og Fredrikstad gerðu 1-1 jafntefli. Bæði lið eru með 5 stig í norsku deildinni.

Brynjólfur Andersen Willumsson klúðraði af vítapunktinum í 1-0 sigri Kristiansund á Tromsö. Sem betur fer kom það ekki að sök en hann og Hilmir Rafn Mikaelsson voru báðir í byrjunarliðinu en báðum var skipt af velli í síðari hálfleik.

Logi Tómasson var í byrjunarliði Strömsgodset sem vann Ham/Kam, 1-0, í Íslendingaslag. Brynjar Ingi BJarnason kom af bekknum hjá Ham/Kam en Viðar Ari Jónsson sat allan tímann á bekknum. Strömsgodset er með 9 sti en Ham/Kam aðeins eitt stig.

Kristiansund er í 7. sæti með 7 stig.

Birnir Snær Ingason og Gísli Eyjólfsson komu þá báðir inn af bekknum er Halmstad tapaði fyrir Brommapojkarna, 2-0, í sænsku úrvalsdeildinni. Halmstad er með 6 stig eftir fjóra leiki.

Óttar Magnús Karlsson kom einnig inn af bekknum er Vis Pesaro tapaði fyrir Sestri Levante, 3-2, í C-deildinni á Ítalíu. Vis Pesaro er með 44 stig í 14. sæti B-riðils.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner