fim 21. maí 2020 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Koulibaly vera síðasta púslið fyrir Liverpool
Kalidou Koulibaly, miðvörður Napoli.
Kalidou Koulibaly, miðvörður Napoli.
Mynd: Getty Images
Andrea Dossena, fyrrum leikmaður bæði Napoli og Liverpool, telur að varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly sé síðasta púslið sem vanti í lið Liverpool.

Koulibaly, sem er 28 ára, hefur leikið með Napoli frá 2014 og gert gríðarlega vel þar.

Koulibaly hefur lengi verið orðaður við stærstu félög Evrópu, en hann mun ekki fara ódýrt. Dossena finnst að Liverpool eigi að opna veskið fyrir miðvörðinn sterka.

„Ef deildin heldur áfram á Ítalíu þá verður erfitt fyrir Napoli að komast í Meistaradeildina. Ef þeir missa af Meistaradeildarsæti þá gætu þeir þurft að selja sína bestu leikmenn eins og Fabian Ruiz og Koulibaly," sagði Dossena við Radio Musica TV.

„Klopp vantar bara eitt púsl til að fullkomna hópinn. Samvinna Koulibaly og Van Dijk gæti orðið rosaleg."

Það er deginum ljósara að Koulibaly og Virgil van Dijk gætu myndað eitt magnaðasta miðvarðarpar síðari ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner