Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. maí 2022 07:30
Victor Pálsson
Landsliðsþjálfari Wales óánægður með Rangers
Mynd: Getty Images

Rob Page, landsliðsþjálfari Wales, var óánægður með ákvörðun Rangers á miðvikudag að skipta inn Aaron Ramsey í framlengingu.


Ramsey fékk að spila þrjár mínútur í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Frankfurt í leik sem tapaðist í vítakeppni.

Welski landsliðsmaðurinn var alls ekki heitur fyrir vítakeppnina og reyndist eini leikmaðurinn sem klikkaði á punktinum.

Giovanni van Bronckhorst, þjálfari Rangers, ákvað að setja Ramsey inn á 117. mínútu og nota hann þar með í keppninni.

Því miður fyrir þennan fyrrum leikmann Arsenal fór boltinn ekki inn en það er þó ekki honum að kenna að sögn Page.

„Þetta er afar erfitt því þú þarft að vera í takt við leikinn. Við sjáum þetta oft þegar þú ert ekki í takt. Þetta gerðist nýlega þar sem fyrsta snerting leikmanns var vítaspyrna," sagði Page.

„Þetta er óþarfa pressa sem er sett á leikmanninn, ég hefði ekki gert þessa skiptingu. Ef hann var neyddur í þetta þá þarf hann að taka vítið og horfa fram veginn."

„Ég mun ræða við hann en Aaron verður í lagi. Stórir leikmenn stíga fram á stórum augnablikum og hann mun jafna sig á jákvæðan hátt."


Athugasemdir
banner
banner
banner