sun 21. maí 2023 16:07
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið Breiðabliks og KA: Óskar gerir 7 breytingar frá bikarleiknum - Stubbur heldur markmannsætinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tekur á móti KA í dag í 8. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 17:00 á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 KA

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks náði að hreyfa töluvert við hópnum í síðasta leik þar sem þeir unnu 3-0 sigur á Þrótti í Mjólkurbikarnum. Hann gerir því 7 breytingar þar sem Anton Ari kemur aftur í markið og Oliver Sigurjónsson, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Jason Daði Svanþórsson, Stefán Ingi Sigurðarsson og Andri Rafn Yeoman koma allir inn í byrjunarliðið á kostnað Brynjars Atla Bragason, Alex Freys Elísson, Ágúst Orra Þorsteinssonar, Klæmint Olsen, Ágústs Eðvalds Hlynssonar, Davíð Ingvarssonar og Oliver Stefánssonar.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gat einnig hreyft aðeins við liði sínu í síðasta leik þar sem þeir unnu 3-1 sigur á HK í Mjólkurbikarnum. Hann gerir þó aðeins tvær breytingar á því liði en það er Daníel Hafsteinsson og markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson sem koma inn í liðið á kostnað Harley Willard og Kristijan Jajalo.


Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson
30. Andri Rafn Yeoman

Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
30. Sveinn Margeir Hauksson
77. Bjarni Aðalsteinsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner