Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 21. maí 2023 15:15
Aksentije Milisic
Chelsea stóð heiðursvörð fyrir Man City

Rétt í þessu var að hefjast leikur Manchester City og Chelsea á Etihad vellinum og er þetta síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni.


Manchester City varð enskur meistari fyrir framan sjónvarpsskjáinn í gær en það varð staðfest þegar Arsenal heimsótti Nottingham Forest og tapaði með einu marki gegn engu.

Man City hefur nú orðið enskur meistari þrjú ár í röð sem er hreint út sagt magnaður árangur hjá Pep Guardiola, stjóra liðsins. City getur enn unnið þrennuna frægu þetta tímabilið.

Chelsea stóð heiðursvörð fyrir Man City þegar liðið gekk út á völlinn í dag en myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan. Guardiola gerði alls níu breytingar á byrjunarliði sínu sem rústaði Real Madrid í Meistaradeildinni í miðri viku.


Athugasemdir
banner
banner