Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
   sun 21. maí 2023 18:38
Sölvi Haraldsson
Davíð Smári ósáttur með dómgæsluna: Við skorum mark sem er löglegt
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara gríðarlega svekktur að hafa ekki náð í þrjú stig því mér fannst við hafa gert nóg til þess.“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, svekktur eftir 2-2 dramatískt jafntefli gegn Gróttu.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  2 Vestri

Þú hlýtur að vera sáttur með frammistöðuna í dag?

„Já, mér finnst við hafa verið að bæta okkur milli leikja og frábær leikur á móti Skaganum og frábær leikur hjá okkur í dag. Enn og aftur er ég bara ótrúlega svekktur að hafa ekki náð í þrjú stig í dag.“

Þið fáið á ykkur tvö skítamörk, hvað fannst þér þið geta gert betur?

„Flest mörk koma eftir mistök og við gerðum svo sannarlega nokkur mistök hér í dag. Við fáum svo sannarlega á okkur klaufaleg mörk. Hinsvegar á hinum enda vallarins skorum við mark sem er löglegt og dómarinn dæmir boltann úr leik. Samkvæmt því sem ég heyri var boltinn ennþá inn í leik. Svo fannst mér við líka eiga að fá víti líka. Við vorum samt sem áður að spila gegn mjög sterku Gróttu liði. Mér fannst fyrri hálfleikur vera full taktískur og mjög lítið um opnanir.“

Gaf dómarinn þér einhverjar útskýringar á þessum atvikum þar sem þér fannst þið eiga fá víti og mark?

„Já hann vill meina að þetta hafi verið lögleg tækling í atvikinu þar sem ég vil fá víti og síðan vildi hann meina að boltinn hafi farið fyrir aftan endalínu í seinna skiptið. Það er bara eins og það er.“

Benedikt Warén kemur inn með miklum krafti hér í dag, þú hlýtur að vera sáttum með hans innkomu hér í dag.

„Já bara frábær innkoma. Hann býr bara yfir þeim gæðum að hann á ekki að vera á bekknum í neinu liði en það segir líka til um hversu góður Balde er og hann var líka góður í dag.“ voru lokaorð Davíð Smára.

Viðtalið má finna í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner