Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   sun 21. maí 2023 18:38
Sölvi Haraldsson
Davíð Smári ósáttur með dómgæsluna: Við skorum mark sem er löglegt
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara gríðarlega svekktur að hafa ekki náð í þrjú stig því mér fannst við hafa gert nóg til þess.“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, svekktur eftir 2-2 dramatískt jafntefli gegn Gróttu.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  2 Vestri

Þú hlýtur að vera sáttur með frammistöðuna í dag?

„Já, mér finnst við hafa verið að bæta okkur milli leikja og frábær leikur á móti Skaganum og frábær leikur hjá okkur í dag. Enn og aftur er ég bara ótrúlega svekktur að hafa ekki náð í þrjú stig í dag.“

Þið fáið á ykkur tvö skítamörk, hvað fannst þér þið geta gert betur?

„Flest mörk koma eftir mistök og við gerðum svo sannarlega nokkur mistök hér í dag. Við fáum svo sannarlega á okkur klaufaleg mörk. Hinsvegar á hinum enda vallarins skorum við mark sem er löglegt og dómarinn dæmir boltann úr leik. Samkvæmt því sem ég heyri var boltinn ennþá inn í leik. Svo fannst mér við líka eiga að fá víti líka. Við vorum samt sem áður að spila gegn mjög sterku Gróttu liði. Mér fannst fyrri hálfleikur vera full taktískur og mjög lítið um opnanir.“

Gaf dómarinn þér einhverjar útskýringar á þessum atvikum þar sem þér fannst þið eiga fá víti og mark?

„Já hann vill meina að þetta hafi verið lögleg tækling í atvikinu þar sem ég vil fá víti og síðan vildi hann meina að boltinn hafi farið fyrir aftan endalínu í seinna skiptið. Það er bara eins og það er.“

Benedikt Warén kemur inn með miklum krafti hér í dag, þú hlýtur að vera sáttum með hans innkomu hér í dag.

„Já bara frábær innkoma. Hann býr bara yfir þeim gæðum að hann á ekki að vera á bekknum í neinu liði en það segir líka til um hversu góður Balde er og hann var líka góður í dag.“ voru lokaorð Davíð Smára.

Viðtalið má finna í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner