Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. maí 2023 10:20
Aksentije Milisic
Nagelsmann hefur viðræður við Spurs á ný - Mac Allister fer til Liverpool
Powerade
Nýr stjóri Tottenham?
Nýr stjóri Tottenham?
Mynd: Getty Images
Mac Allister.
Mac Allister.
Mynd: EPA
Kimmich orðaður burt frá Bayern.
Kimmich orðaður burt frá Bayern.
Mynd: Getty Images

Nagelsmann, Mac Allister, Kimmich, Richarlison, Gundogan, Moyes, Cancelo og fleiri góðir eru í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.
__________________


Julian Nagelsmann er byrjaður að ræða við Tottenham á ný en hann vill vita hver yfirmaður fótboltamála hjá félaginu verður áður en hann samþykkir að taka við liðinu. (Times)

Liverpool er mjög nálægt því að ná samkomulagi við hinn 24 ára gamli Alexis Mac Allister, leikmann Brighton. (Fabrizio Romano)

Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, hefur sagt félaginu að hafna öllum tilboðum í Japanann Kaoru Mitoma (26) en Alexis Mac Allister og Moises Caicedo (21) munu báðir að öllum líkindum yfirgefa félagið í sumar. (Football Insider)

Carlo Ancelotti hefur beðið forráðarmenn Real Madrid að kaupa Richarlison (26) til liðsins frá Tottenham Hotspur. (Defensa Central - Spain)

David Moyes ætlar að yfirgefa West Ham eftir tímabilið. (Football Insider)

Arsenal, Liverpool og Barcelona hafa áhuga á hinum 28 ára gamla Joshua Kimmich frá Bayern Munchen. (Marca)

Barcelona fylgist með Joao Cancelo (28), leikmanni Manchester City en ólíklegt þykir að Bayern Munchen kaupi leikmaninn sem nú er á lánssamningi hjá félaginu. (Mundo Deportivo)

Manchester City vill gera skiptidíl við Bayern Munchen þar sem enska félagið fær Kimmich og Bayern fær að halda Cancelo. (Mirror)

Manchester City mun bjóða Ilkay Gundogan (32) nýjan samning og mun sá samningur gilda út tímabilið 2024 með möguleika á frekar framlengingu. Barcelona hefur mikinn áhuga á Þjóðverjanum. (Fabrizio Romano)

Newcastle er að leiða baráttuna um Kieran Tierney (25), leikmann Arsenal en Manchester City og Aston Villa eru einnig áhugasöm. (Football Insider)

Chelsea vill kaupa David Raya (27) markvörð Brentford en hann er metinn á 40 milljónir punda. (Givemesport)

West Ham er reiðubúið í að láta Gianluca Scamacca (24) fara frá félaginu en hann kom til liðsins fyrir einungis einu ári síðan frá Sassuolo. AC Milan hefur áhuga. (Gazzetta dello Sport)


Athugasemdir
banner
banner
banner