sun 21. maí 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag alveg sama hvað gerist í Liverpool - „Þetta snýst um okkur“
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segist lítið spá í því hvað Liverpool er að gera og segir alla einbeitingu vera á lærisveinum sínum.

Man Utd lagði Bournemouth með einu marki gegn engu í gær og er nú skrefi nær Meistaradeildinni.

Liðið þarf aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum til þess að tryggja sætið.

„Eina gagnrýnin er að við náðum ekki að drepa leikinn. Við þurftum að búa til annað mark en svona er liðið. Það er ekki auðvelt að skora mörk.“

„Þetta var frábært mark hjá Casemiro. Við ýttum þeim aftar á völlinn og leyfðum þeim ekki að anda í 25 mínútur. David de Gea gerði mistök fyrir nokkrum vikum en allir geta gert mistök. Við vörðumst með ellefu og þess vegna höfum við haldið svona oft hreinu. David átti nokkrar frábærar vörslur.“

„Mér er alveg sama hvað gerist í Liverpool. Þetta snýst um okkur og við verðum að gera okkar. Bournemouth var þegar öruggt fyrir þennan leik og þetta er mjög góður andstæðingur en við byrjuðum vel og sköpuðum fullt af færum. Ég er ánægður með frammistöðuna.“

„Við erum nálægt að tryggja topp fjóra en við erum ekki komnir þangað. Við þurfum að vinna,“
sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner