Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. maí 2023 11:00
Aksentije Milisic
„Þessir strákar eru ótrúlegir og hafa komið mér á óvart”
Leikmenn fagna með Jose í Þýskalandi.
Leikmenn fagna með Jose í Þýskalandi.
Mynd: EPA
Mourinho ekki sammála Alonso.
Mourinho ekki sammála Alonso.
Mynd: EPA

AS Roma komst í úrslitaleikinn í Evrópudeildinni á fimmtudeginum síðastliðnum en liðið fór þá til Þýskalands og sótti markalaust jafntefli gegn Bayer Leverkusen. Roma vann fyrri leikinn með einu marki gegn engu og mun ítalska félagið mæta Sevilla í úrslitaleiknum í Búdapest í lok mánaðarins.


Þetta er annað árið í röð sem Roma kemst í úrslitaleik í Evrópukeppni undir stjórn Jose Mourinho en í fyrra vann liðið Sambandsdeildina. Þrátt fyrir mikil meiðsli hjá lykilmönnum þá hefur Portúgalanum tekist að draga liðið á ótrúlegan hátt í úrslitaleikinn.

Roma er ekki með bestu knattspyrnumennina í heimi en þeir róa hins vegar allir í sömu átt. Einkenni liðsins sem Mourinho hefur komið með er að setja liðið í fyrsta sætið og gefa gjörsamlega allt fyrir félagið með stórkostlega stuðningsmenn á sínu bandi. Það hafa leikmennirnir gert en eins og Gianluca Mancini, leikmaður liðsins, orðaði það, að ef einn eða tveir leikmenn svindla og fara ekki eftir nákvæmu skipulagi, þá væri Roma bara venjulegt lið og ekki í neinum úrslitaleikjum.

„Þessir strákar eru ótrúlegir og hafa komið mér á óvart. Bove var ótrúlegur, hann var að leysa af í bakverðinum. Sama með Smalling, hann kom inn á og spilaði meiddur. Ef hann hefði ekki fórnað sér í þetta og ekki treyst sér í að koma inn á, þá værum við kannski dottnir úr leik. Sambandið sem leikmennirnir hafa með stuðningsmönnunum er einstakt,” sagði Mourinho.

„Það er erfitt fyrir mig að spila gegn vinum mínum. Á meðan leikurinn er í gangi fer vinskapurinn til hliðar en ég gat ekki fagnað í andlitið á Xabi Alonso. Hann er að gera magnaða hluti með Bayer,” sagði Mourinho en þeir félagarnir mættust á hliðarlínunni í einvíginu.

„Úrslitaleikurinn? Ég hugsa um hann eins og hvern annan úrslitaleik. Við viljum koma með bikarinn heim.”

Þetta er sjötti úrslitaleikurinn í Evrópu sem Mourinho kemst í en hann hefur unnið alla hina fimm. Roma mætir Salernitana í deildarkeppninni á morgun.


Athugasemdir
banner
banner