PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   mán 21. júní 2021 22:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sölvi Geir: Ég vil segja sem minnst um þetta
Sölvi Geir
Sölvi Geir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason
Kjartan Henry Finnbogason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, mjög svekktur í ljósi þess hvernig staðan var undir lok leiks, við vorum að leiða þetta og klaufaskapur að fá þetta mark á sig undir lokin. Það svíður," sagði Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, eftir jafntefli gegn KR í kvöld.

KR jafnaði leikinn í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 KR

„Ég er búinn að æfa núna í viku, þessi leikur tók á og það var mikil barátta og þetta reyndi á lungun. Ég var orðinn mjög þreyttur undir lokin, þetta var mjög erfitt."

Sölvi var að spila sinn fyrsta leik síðan gegn Stjörnunni í þriðju umferð deildarinnar og hafði því verið frá í rúman mánuð.

„Það var smá óheppni á móti Stjörnunni, táliðurinn fór í klessu og hef verið að reyna koma til baka."

„Ég er búinn að jafna mig á þessu núna og ætla vera klár, vonandi, fyrir restina af deildinni."


Kjartan Henry Finnbogason og Sölvi Geir háðu nokkra bardaga í leiknum. Var erfitt að eiga við hann?

„Nei, það var ekki svo erfitt. Ég vil segja sem minnst um þetta. Það var barátta og gaman að kljást svona en aðallega svekktur með úrslitin."

Það fór fram eftirminnilegur leikur milli þessara liða vestur í bæ fyrir um ári síðan. Notuðu Víkingar þann leik sem einhverja hvatningu fyrir þennan leik?

„Þú þarft ekki að mótivera þig þegar þú spilar á móti KR, það er nóg að fara spila á móti KR, þá ertu búinn að mótivera þig."

„Kannski í ljósi þess sem undan hefur gengið á milli liðanna, þá þarftu ekki að mótivera þig,"
sagði Sölvi.

Hljóðgæðin eru alls ekki upp á það besta, því miður en viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner