Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 21. júní 2021 22:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sölvi Geir: Ég vil segja sem minnst um þetta
Sölvi Geir
Sölvi Geir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason
Kjartan Henry Finnbogason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, mjög svekktur í ljósi þess hvernig staðan var undir lok leiks, við vorum að leiða þetta og klaufaskapur að fá þetta mark á sig undir lokin. Það svíður," sagði Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, eftir jafntefli gegn KR í kvöld.

KR jafnaði leikinn í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 KR

„Ég er búinn að æfa núna í viku, þessi leikur tók á og það var mikil barátta og þetta reyndi á lungun. Ég var orðinn mjög þreyttur undir lokin, þetta var mjög erfitt."

Sölvi var að spila sinn fyrsta leik síðan gegn Stjörnunni í þriðju umferð deildarinnar og hafði því verið frá í rúman mánuð.

„Það var smá óheppni á móti Stjörnunni, táliðurinn fór í klessu og hef verið að reyna koma til baka."

„Ég er búinn að jafna mig á þessu núna og ætla vera klár, vonandi, fyrir restina af deildinni."


Kjartan Henry Finnbogason og Sölvi Geir háðu nokkra bardaga í leiknum. Var erfitt að eiga við hann?

„Nei, það var ekki svo erfitt. Ég vil segja sem minnst um þetta. Það var barátta og gaman að kljást svona en aðallega svekktur með úrslitin."

Það fór fram eftirminnilegur leikur milli þessara liða vestur í bæ fyrir um ári síðan. Notuðu Víkingar þann leik sem einhverja hvatningu fyrir þennan leik?

„Þú þarft ekki að mótivera þig þegar þú spilar á móti KR, það er nóg að fara spila á móti KR, þá ertu búinn að mótivera þig."

„Kannski í ljósi þess sem undan hefur gengið á milli liðanna, þá þarftu ekki að mótivera þig,"
sagði Sölvi.

Hljóðgæðin eru alls ekki upp á það besta, því miður en viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner