þri 21. júní 2022 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýrir af hverju Óskar spilaði ekki gegn KR í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson var ónotaður varamaður í gær þegar Stjarnan mætti KR í 10. umferð Bestu deild karla.

Þetta var í annað sinn í sumar sem Óskar kemur ekki við sögu í deildinni, sama var upp á teningnum gegn ÍBV í áttundu umferð.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 KR

Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var spurður út í Óskar í viðtali eftir leik.

„Óskar er frábær leikmaður og góður í okkar liði. Spilaði ekki í dag, okkur fannst kannski ekki móment í leiknum til að skipta honum inná. Þetta var mikil varnarvinna og Óskar er frábær sóknarmaður fyrst og fremst þrátt fyrir að hann sé góður líka varnarlega en okkur fannst ekki rétta tækifærið til að setja hann inn á," sagði Gústi.

Óskar gekk í raðir Stjörnunnar í vetur eftir að hafa spilað með KR síðan 2007. Óskar hefur skorað eitt mark og lagt upp eitt á 304 mínútum (skv. Transfermarkt) í Bestu deildinni í sumar.
Gústi Gylfa: Sjaldan verið eins svekktur
Athugasemdir
banner
banner
banner