Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   lau 01. júní 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eftirsóttur af Chelsea og Man Utd - Kostar 25 milljónir
Mynd: Getty Images
Argentínski miðvörðurinn Aaron Anselmino er eftirsóttur af stórliðum á Englandi, þar sem Chelsea og Manchester United leiða kapphlaupið.

Bæði félögin hafa fylgst með Anselmino undanfarna mánuði og segja fjölmiðlar í Argentínu að Chelsea leiði kapphlaupið sem stendur.

Anselmino leikur með Boca Juniors í efstu deild í Argentínu og er með riftunarákvæði í samningi sínum sem hljóðar upp á 25 milljónir evra.

Þessi varnarmaður er 19 ára gamall en hefur aldrei spilað fyrir yngri landslið Argentínu. Hann hefur aðeins spilað 10 leiki með aðalliði Boca Juniors.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner