Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. ágúst 2019 14:35
Magnús Már Einarsson
Markvörður Gróttu til Benfica (Staðfest)
Ana Lucia N. Dos Santos.
Ana Lucia N. Dos Santos.
Mynd: Eyjólfur Garðarsson
Tinna Brá Magnúsdóttir.
Tinna Brá Magnúsdóttir.
Mynd: Eyjólfur Garðarsson
Ana Lucia N. Dos Santos, sem leikið hefur með kvennaliði Gróttu í 2. deild í sumar, er að ganga til liðs við portúgalska stórliðið Benfica. Frá þessu eru greint á Facebooksíðu Gróttu og heimasíðu Benfica í dag

Ana Lucia fylgir því í fótspor framherjans Cloé Lacasse sem skrifaði á dögunum undir hjá Benfica eftir að hafa leikið með ÍBV frá árinu 2015.

Kvennalið Benfica er gríðarlega sterkt en það rúllaði upp B-deildinni í Portúgal á síðasta tímabili með fáheyrðum yfirburðum.

„Benfica hafði samband við Didu um miðjan júlí og við ákváðum strax að standa ekki í vegi fyrir því að hún færi til Portúgal. Dida er frábær markvörður og í raun finnst mér ótrúlegt að hún hafi aldrei fengið tækifæri til að spila í Pepsi-deildinni. Við vorum lánssöm að hafa Didu með okkur stærstan hluta tímabilsins og Grótta samgleðst innilega með henni á þessum tímamótum," sagði Magnús Örn Helgason, þjálfari Gróttu, á Facebook síðu félagsins.

,„Mér fannst ég vera hluti af fjölskyldu hjá Gróttu og er þakklát fyrir tímann sem ég átti hjá félaginu. Það var erfitt að kveðja liðsfélagana á sunnudaginn en ég mun aldrei gleyma ykkur. Takk fyrir allt Maggi, Pétur og Þór og ég veit að framtíðin er björt hjá Gróttu," sagði Dida.

Það er því ljóst að hin 15 ára Tinna Brá Magnúsdóttir mun verja mark Gróttu í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. Tinna lék með Gróttu í Lengjubikarnum í vetur en hún fer í næstu viku með U15 ára landsliði Íslands á mót í Víetnam.

Grótta er sem stendur í 3. sæti deildarinnar, stigi á eftir liði Sindra.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner