Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. september 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Ingvi talar vel um Ísak Bergmann
Ísak Bergmann í viðtali.
Ísak Bergmann í viðtali.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norrköping og Malmö áttust við í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í gær.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þar sem bæði Arnór Ingvi Traustason og Ísak Bergmann Jóhannesson léku allan leikinn; Arnór með Malmö og Ísak með Norrköping.

Arnór Ingvi ræddi við Sydsvenskan fyrir leik þar sem hann varaði því að í liði Norrköping væri hættulegur ungur Skagamaður.

„Hann lítur vel út og hann verður vandamál fyrir okkur," sagði Arnór Ingvi um hinn 17 ára gamla Ísak.

„Ég veit að hann kemur úr góðri fótboltafjölskyldu og er með rétt hugarfar. Ég ráðlagði honum að halda áfram á sömu braut og þá muni allar dyr opnast fyrir hann."

Nýlega var sagt frá því að njósnari Juventus hefði fylgst með Ísaki.
Athugasemdir
banner
banner
banner