Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mán 21. september 2020 22:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar um félagaskipti sonar síns: Frábært tækifæri fyrir hann
Rúnar Alex í búningi Arsenal.
Rúnar Alex í búningi Arsenal.
Mynd: Arsenal
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson gekk í dag í raðir enska stórliðsins Arsenal.

Rúnar Alex kemur til Arsenal eftir tvö ár hjá Dijon í Frakklandi. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Arsenal.

Faðir Rúnars er Rúnar Kristinsson, þjálfari og leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins. Rúnar var spurður út í félagaskipti sonar síns eftir 2-0 sigur gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Þetta eru stórkostleg tíðindi fyrir hann og fyrir mig," sagði Rúnar Kristins.

„Það er ofboðslega gaman að svona stórt félag vilji kaupa hann og fá hann sem einn af sínum þremur markvörðum. Þetta er búið að liggja dálítið lengi í loftinu og maður er búinn að vita af þessu í töluverðan tíma, en þetta er stórt félag á risa mælikvarða í heiminum og frábært tækifæri fyrir hann."

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni hér að neðan.
Rúnar Kristins: Þeir fengu fá færi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner