Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mögnuð endurkoma hjá Birki - Brandur með geggjað mark
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brandur Olsen.
Brandur Olsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Adana Demirspor í Tyrklandi er liðið náðu flottu stigi gegn Besiktas.

Besiktas komst 3-0 yfir í leiknum, en Birkir og félagar sýndu mikinn karakter og komu til baka. Mario Balotelli skoraði annað mark Adana Demispor og lagði svo upp það þriðja á sjöundu mínútu uppbótartímans.

Lokatölur 3-3 og eru Birkir og félagar í 12. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir sex leiki.

Fyrrum leikmaður FH með rosalegt mark
Í sænsku 1. deildinni vann Helsingborg mjög þægilegan sigur gegn Jönköpings Södra á heimavelli.

Böðvar Böðvarsson spilaði allan leikinn í vinstri bakverðinum hjá Helsingborg. Það var annar leikmaður FH sem stal senunni í þessum leik með glæsilegu marki á sjöundu mínútu. Miðjumaðurinn Brandur Olsen skoraði stórkostlegt mark sem má sjá hér neðst í fréttinni.

Helsingborg er í öðru sæti sænsku 1. deildarinnar, einu stigi frá toppnum.

Aron spilaði í sigri
Í Katar spilaði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson með Al Arabi í 1-0 heimasigri gegn Al Sailiya. Sigurmarkið kom á 83. mínútu leiksins.

Aron er ekki eini Íslendingurinn hjá Al Arabi. Bjarki Már Ólafsson er í þjálfarateyminu. Al Arabi er með sex stig eftir þrjá leiki í deildinni í Katar, og situr liðið í fjórða sæti af 12 liðum.

Eitt Íslendingalið áfram og eitt Íslendingalið úr leik
Bikarævintýri Íslendingaliðsins Lyngby í Danmörku er á enda eftir 0-4 tap liðsins gegn AaB. Lyngby leikur í 1. deildinni á meðan AaB er í úrvalsdeild.

Frederik Schram var í markinu hjá Lyngby í leiknum og Sævar Atli Magnússon lék allan tímann í fremstu víglínu. Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby, sem er í fjórða sæti í dönsku 1. deildinni.

OB komst áfram í bikarnum með 0-3 útisigri á Helsingor. Aron Elís Þrándarson, miðjumaður OB, var ónotaður varamaður í leiknum.

Athugasemdir
banner
banner
banner