Sigurður Egill Lárusson, leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild, er ekki ánægður með hvernig stjórnin stóð að því að tilkynna honum að hann fengi ekki framlengingu á samningi sínum.
Í viðtali eftir hans síðasta heimaleik með Val sagðist hann hafa fengið send skilaboð í gegnum Messenger um að ekki yrði samið við hann áfram.
Svona voru skilaboðin:
Í Stúkunni á Sýn voru skilaboðin frá Val sýnd:
„Sæll. Ætlum ekki að semja við þig. Ætlum að gera póst á Facebook og tala vel um þig. Sjáumst á sunnudaginn.“ - voru skilaboðin sem hann fékk.
Í viðtali eftir hans síðasta heimaleik með Val sagðist hann hafa fengið send skilaboð í gegnum Messenger um að ekki yrði samið við hann áfram.
Svona voru skilaboðin:
Í Stúkunni á Sýn voru skilaboðin frá Val sýnd:
„Sæll. Ætlum ekki að semja við þig. Ætlum að gera póst á Facebook og tala vel um þig. Sjáumst á sunnudaginn.“ - voru skilaboðin sem hann fékk.
Þetta er alveg galið
Yfirlýsingar hafa gengið á milli á Hlíðarenda og í Innkastinu var rætt um þessa óheppilegu atburðarás og að illa hafi verið staðið að málum.
„Þetta er alveg galið. Þú ert búinn að vera þrettán ár hjá félaginu með þetta marga titla. Siggi virkar sem 'no-nonsene' gæi sem er auðvelt að kunna vel við. Það er svo auðvelt að koma í veg fyrir svona vitleysu; eitt símtal, boða hann á fund, þakka honum fyrir og segjast ekki ætla að semja við hann því þeir telji hann of gamlan. Þetta er ekki flókið," segir Valur Gunnarsson, sérfræðingur Fótbolta.net.
„Þetta er alltaf erfitt. Þegar leikmaður kveður eftir þetta langan tíma er þetta alltaf einhverskonar sambandsslit. Mjög erfitt að gera það sársaukalaust. Maður sér það greinilega að stemningin hjá stuðningsmönnum Vals er þannig að þeir eru strax til í að taka afstöðu Sigurðar í þessu, ekki félagsins," segir Stefán Pálsson, stuðningsmaður Fram.
Valsmenn sendu svo frá sér yfirlýsingu í gær og segir Valur Gunnarsson að það sé yfirlýsing sem félagið hefði betur mátt sleppa.
20.10.2025 12:25
Yfirlýsing Vals: Ekki fjárhagslega ábyrgt að greiða fyrir afrek fortíðar
„Þessi yfirlýsing Vals er mjög sérstök. Það væri enginn að tala um þetta í dag ef þeir hefðu bara aðeins slakað á og leyft þessu að deyja. Siggi þarf að svara þessari yfirlýsingu og þetta er aftur orðið heitasta málið sem fólk er að tala um. Það er svolítið klúðurslegt hvernig krísustjórnunin fór í gang hjá þeim," segir Valur.
„Mér finnst Siggi koma vel út úr þessu, hvernig hann hefur höndlað þetta. Ég er ánægður með að hann hafi nefnt þetta í viðtalinu, það hefðu ekki allir gert það."
Í Innkastinu er rætt um að Sigurður Egill hafi áfram fullt erindi í efstu deild. „Það eru lið í Bestu deildinni sem hafa talsvert gagn af þessum manni," segir Stefán.
Athugasemdir