Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 19. október 2025 22:32
Gunnar Bjartur Huginsson
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Sigurður Egill á farsælan feril að baki í treyju Vals.
Sigurður Egill á farsælan feril að baki í treyju Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH-ingar heimsóttu Val á N1-völlinn í stórskemmtilegum leik. Leikurinn hófst með miklum látum og var merkilegur fyrir margar sakir en Sigurður Egill Lárusson skoraði og lagði upp í kvöld en hann var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir Val. Sigurður Egill á 260 leiki að baki fyrir Val og spilað fyrir klúbbinn síðan 2013. Var það því eðlilega tilfinningaþrungin stund, þegar lokaflautið gall. 

Þetta var erfið stund, að kveðja Val eftir þrettán ár eftir ógleymanlega tíma og fullt af góðum minningum. Þetta var svolítið tilfinningaþrungið í byrjun og maður var kannski svolítið seinn í gang en svo var þetta bara ábyggilega skemmtilegur leikur á að horfa og gat dottið hvoru megin sem var,"  sagði Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  4 FH

Sigurður Egill stóð sig frábærlega í leiknum en hann gerði mark úr víti og gaf stoðsendingu. Hann býr því sannarlega enn yfir miklum gæðum og hafa þess vegna margir sett spurningarmerki við ákvörðun Vals um að láta hann fara.

Ég ætlaði bara að enda þetta vel og ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar en það er búið að vera mjög erfitt að fá svör frá þeim og svo fékk ég bara skilaboð á Messenger um að þeir myndu ekki semja við mig og sjáumst bara hérna á sunnudaginn. Það voru þakkirnar, þannig að þetta er smá súr endir en það er bara áfram gakk."

Sigurður Egill er aðeins 33 ára gamall og hefur eflaust mikið til brunns að bera og væri liðsstyrkur fyrir hvaða lið sem er. Aðspurður hvort hann gæti hugsað sér að færa sig um set og spila fyrir annað lið sagði hann: 

Já, ég geri það. Ég mun bara skoða allt sem verður í boði. Ég er auðvitað uppalinn Víkingur, þannig að ég hef taugar þangað en ég skoða bara allt sem verður í boði," sagði Sigurður Egill Lárusson að lokum.


Athugasemdir
banner