Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   sun 19. október 2025 22:32
Gunnar Bjartur Huginsson
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Sigurður Egill á farsælan feril að baki í treyju Vals.
Sigurður Egill á farsælan feril að baki í treyju Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH-ingar heimsóttu Val á N1-völlinn í stórskemmtilegum leik. Leikurinn hófst með miklum látum og var merkilegur fyrir margar sakir en Sigurður Egill Lárusson skoraði og lagði upp í kvöld en hann var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir Val. Sigurður Egill á 260 heimaleiki að baki fyrir Val og spilað fyrir klúbbinn síðan 2013. Var það því eðlilega tilfinningaþrungin stund, þegar lokaflautið gall. 

Þetta var erfið stund, að kveðja Val eftir þrettán ár eftir ógleymanlega tíma og fullt af góðum minningum. Þetta var svolítið tilfinningaþrungið í byrjun og maður var kannski svolítið seinn í gang en svo var þetta bara ábyggilega skemmtilegur leikur á að horfa og gat dottið hvoru megin sem var,"  sagði Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  4 FH

Sigurður Egill stóð sig frábærlega í leiknum en hann gerði mark úr víti og gaf stoðsendingu. Hann býr því sannarlega enn yfir miklum gæðum og hafa þess vegna margir sett spurningarmerki við ákvörðun Vals um að láta hann fara.

Ég ætlaði bara að enda þetta vel og ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar en það er búið að vera mjög erfitt að fá svör frá þeim og svo fékk ég bara skilaboð á Messenger um að þeir myndu ekki semja við mig og sjáumst bara hérna á sunnudaginn. Það voru þakkirnar, þannig að þetta er smá súr endir en það er bara áfram gakk."

Sigurður Egill er aðeins 33 ára gamall og hefur eflaust mikið til brunns að bera og væri liðsstyrkur fyrir hvaða lið sem er. Aðspurður hvort hann gæti hugsað sér að færa sig um set og spila fyrir annað lið sagði hann: 

Já, ég geri það. Ég mun bara skoða allt sem verður í boði. Ég er auðvitað uppalinn Víkingur, þannig að ég hef taugar þangað en ég skoða bara allt sem verður í boði," sagði Sigurður Egill Lárusson að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner