Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   sun 19. október 2025 22:32
Gunnar Bjartur Huginsson
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Sigurður Egill á farsælan feril að baki í treyju Vals.
Sigurður Egill á farsælan feril að baki í treyju Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH-ingar heimsóttu Val á N1-völlinn í stórskemmtilegum leik. Leikurinn hófst með miklum látum og var merkilegur fyrir margar sakir en Sigurður Egill Lárusson skoraði og lagði upp í kvöld en hann var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir Val. Sigurður Egill á 260 leiki að baki fyrir Val og spilað fyrir klúbbinn síðan 2013. Var það því eðlilega tilfinningaþrungin stund, þegar lokaflautið gall. 

Þetta var erfið stund, að kveðja Val eftir þrettán ár eftir ógleymanlega tíma og fullt af góðum minningum. Þetta var svolítið tilfinningaþrungið í byrjun og maður var kannski svolítið seinn í gang en svo var þetta bara ábyggilega skemmtilegur leikur á að horfa og gat dottið hvoru megin sem var,"  sagði Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  4 FH

Sigurður Egill stóð sig frábærlega í leiknum en hann gerði mark úr víti og gaf stoðsendingu. Hann býr því sannarlega enn yfir miklum gæðum og hafa þess vegna margir sett spurningarmerki við ákvörðun Vals um að láta hann fara.

Ég ætlaði bara að enda þetta vel og ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar en það er búið að vera mjög erfitt að fá svör frá þeim og svo fékk ég bara skilaboð á Messenger um að þeir myndu ekki semja við mig og sjáumst bara hérna á sunnudaginn. Það voru þakkirnar, þannig að þetta er smá súr endir en það er bara áfram gakk."

Sigurður Egill er aðeins 33 ára gamall og hefur eflaust mikið til brunns að bera og væri liðsstyrkur fyrir hvaða lið sem er. Aðspurður hvort hann gæti hugsað sér að færa sig um set og spila fyrir annað lið sagði hann: 

Já, ég geri það. Ég mun bara skoða allt sem verður í boði. Ég er auðvitað uppalinn Víkingur, þannig að ég hef taugar þangað en ég skoða bara allt sem verður í boði," sagði Sigurður Egill Lárusson að lokum.


Athugasemdir
banner