Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fim 21. nóvember 2019 19:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn: Draumur í dós
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur leikið tvo leiki í Bose-mótinu. Blikarnir gerðu jafntefli gegn Val í kvöld eftir að hafa tapað gegn KA í fyrsta leik sínum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem tók við Blikum eftir síðustu leiktíð, ræddi við Fótbolta.net eftir jafnteflið gegn Val.

„Þessir leikir hafa verið ljómandi fínir. Ég held að við höfum lært mikið af þeim og það er það sem mót sem þetta snýst um, að bæta sig leik frá leik. Það er magt sem við gerðum betra í dag en gegn KA. Ég er þokkalega sáttur," sagði Óskar.

„Þetta er frábær hópur, gott félag og ljúft fólk að vinna hérna. Það eru mjög metnaðarfullir drengir sem skipa leikmannahópinn. Það hefur bara verið eins og draumur í dós," sagði Óskar um fyrstu vikurnar hjá Breiðabliki.

Óskari finnst gott að hafa mót eins og Bose-mótið í byrjun undirbúningstímabilsins.

„Mér finnst það fínt. Það einfaldar málið, þú þarft ekki að finna æfingaleiki. Þetta er ágætis tækifæri að negla á þær áherslur sem við erum að vinna með í hverri æfingaviku, og bæta okkur leik eftir leik."

„Það er ágætt að vera refsað fyrir mistök, að það sé sjáanlegt. Þá getum við tekið þessa leiki, klippt þá í tætlur og lært af þeim. Að því leytinu til eru þeir mjög góðir og lærdómsríkir, bæði fyrir okkur þjálfarana og leikmennina."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner