Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fim 21. nóvember 2019 19:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn: Draumur í dós
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur leikið tvo leiki í Bose-mótinu. Blikarnir gerðu jafntefli gegn Val í kvöld eftir að hafa tapað gegn KA í fyrsta leik sínum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem tók við Blikum eftir síðustu leiktíð, ræddi við Fótbolta.net eftir jafnteflið gegn Val.

„Þessir leikir hafa verið ljómandi fínir. Ég held að við höfum lært mikið af þeim og það er það sem mót sem þetta snýst um, að bæta sig leik frá leik. Það er magt sem við gerðum betra í dag en gegn KA. Ég er þokkalega sáttur," sagði Óskar.

„Þetta er frábær hópur, gott félag og ljúft fólk að vinna hérna. Það eru mjög metnaðarfullir drengir sem skipa leikmannahópinn. Það hefur bara verið eins og draumur í dós," sagði Óskar um fyrstu vikurnar hjá Breiðabliki.

Óskari finnst gott að hafa mót eins og Bose-mótið í byrjun undirbúningstímabilsins.

„Mér finnst það fínt. Það einfaldar málið, þú þarft ekki að finna æfingaleiki. Þetta er ágætis tækifæri að negla á þær áherslur sem við erum að vinna með í hverri æfingaviku, og bæta okkur leik eftir leik."

„Það er ágætt að vera refsað fyrir mistök, að það sé sjáanlegt. Þá getum við tekið þessa leiki, klippt þá í tætlur og lært af þeim. Að því leytinu til eru þeir mjög góðir og lærdómsríkir, bæði fyrir okkur þjálfarana og leikmennina."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner