Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2019 20:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Lille ósáttur við Mourinho: Mjög vel gert
Christophe Galtier.
Christophe Galtier.
Mynd: Getty Images
Christophe Galtier, þjálfari Lille, er ekki ánægður með vinnubrögð kollega síns, Jose Mourinho.

Mourinho tók við Tottenham af Mauricio Pochettino í gærmorgun. Síðar um daginn var tilkynnt um þjálfarateymi Mourinho, en aðstoðarmaður hans verður Joeo Sacramento sem kemur frá Lille.

Carlos Lalin verður þrekþjálfari, Giovanni Cerra leikgreinandi og Ricardo Formoshino njósnari. Allir voru þeir með Mourinho hjá Manchester United.

Nuno Santos verður markvarðaþjálfari en hann fylgir Sacramento frá Lille.

„Allir hafa sínar aðferðir," sagði Galtier og bætti við í kaldhæðnum tón: „Þetta er mjög fagmannlega gert, mjög vel gert að hegða sér svona."

Luis Campos, sem er yfirmaður íþróttamála hjá Lille, hefur einnig verið orðaður við Tottenham. Galtier telur að Campos sé ekki á förum. „Luis er 200% inn í þessu verkefni hjá okkur," sagði Galtier.

Fyrsti leikur Mourinho með Tottenham er á laugardaginn gegn West Ham. Tottenham er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner