Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 21. nóvember 2020 20:18
Brynjar Ingi Erluson
Guðmunda Brynja gerir tveggja ára samning við KR
Guðmunda Brynja í leik með KR á síðasta tímabili
Guðmunda Brynja í leik með KR á síðasta tímabili
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmaður KR, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. Kristín Erla Ó Johnson og Emilía Ingvadóttir framlengdu einnig við félagið.

Guðmunda Brynja er fædd árið 1994 og uppalin í Selfoss en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2017 og spilaði tvö tímabil með liðinu áður en hún hélt í KR.

Hún hefur skorað 7 mörk í 27 leikjum í deild- og bikar með KR-ingum á þessum tveimur árum en hún mun spila með liðinu í alla vega tvö ár til viðbótar eftir að hún framlengdi samning sinn við félagið í dag.

Emilía og Kristín Erla framlengdu einnig um tvö ár en þær eru báðar fæddar árið 2002.

Kristín Erla á 32 leiki að baki fyrir KR frá því hún spilaði sinn fyrsta leik í deild fyrir þremur árum. Emilía hefur ekki komið við sögu í mótsleik en hún hjálpaði 2. flokki Gróttu/KR að komast upp í A-deild á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner