Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   mán 21. desember 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur fylgist með Tryggva - „Var í pípunum áður en hann fer til Lilleström"
Tryggvi fagnar gegn Val á liðnu tímabili.
Tryggvi fagnar gegn Val á liðnu tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson
Heimir Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var eitt verst geymda leyndarmál íslenska fótboltans að Tryggvi Hrafn Haraldsson myndi ganga í raðir Vals frá ÍA ef hann myndi spila á Íslandi árið 2021.

Tryggvi gekk í raðir Lilleström í haust að láni frá ÍA og rennur samningur hans út núna um áramótin. Tryggvi lék vel með Lilleström sem mun leika í efstu deild. Hvar Tryggvi spilar er enn óljóst en ansi ólíklegt verður að teljast að þessi 24 ára sóknarmaður spili á Íslandi á næsta tímabili.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, sagði við Fótbolta.net þann 27. júli, eftir leik gegn Fjölni, að Tryggvi Hrafn væri leikmaður ÍA. Í sama viðtali var Heimir spurður hvort Tryggvi væri búinn að skrifa undir hjá Val og Heimir svaraði: „Ekki svo ég viti. Hann er leikmaður ÍA.".

Heimir var til viðtals í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn og þar voru málefni Tryggva Hrafns rædd.

„Það var búið að senda Tryggva til ykkar, eina sem þið áttuð eftir að gera var að staðfesta allar sögurnar. Var það eitthvað sem var í pípunum [þar til hann fór til Lilleström að láni]?" spurði Tómas Þór Þórðarson.

„Jú, það var í pípunum áður en hann fer til Lilleström og hann er búinn að standa sig mjög vel þar. Mér skilst að þeir séu búnir að bjóða honum samning og það á í sjálfu sér ennþá eftir að koma í ljós," svaraði Heimir. „Lilleström gerði held ég samning við hann út tímabilið með möguleika á framlengingu."

Heimir var spurður að því hvort að Tryggvi væri enn á radarnum ef hann myndi ekki semja erlendis. Heimir staðfesti að sá möguleiki væri enn fyrir hendi.

Meira úr viðtalinu við Heimi:
Heimir reyndi að halda í Eið - „Sýndi mikinn karakter"
Heimir um að litið hafi verið framhjá Flick: Skandall
Valur prófar að vera með leikmenn á æfingasvæðinu í heilan vinnudag
Útvarpsþátturinn - Jólaþáttur: Ari Freyr og Heimir Guðjóns
Athugasemdir
banner