Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   sun 21. desember 2025 23:26
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim: Eigum eftir að þjást í janúar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ruben Amorim þjálfari Manchester United svaraði spurningum eftir tap gegn Aston Villa í dag og ræddi um leikmannamarkaðinn í janúar.

Rauðu djöflarnir eru að glíma við meiðslavandræði en Amorim telur rétta svarið ekki vera að bregðast við með að kaupa nýja leikmenn í janúar og gera um leið fljótfærnismistök sem eiga eftir að kosta félagið seinna meir.

Bruno Fernandes, fyrirliði Man Utd sem er nánast aldrei meiddur, fór meiddur af velli í hálfleik gegn Villa á meðan Kobbie Mainoo, sem spilar sömu stöðu og Bruno, var ekki í hóp vegna smávægilegra meiðsla.

Amorim býst við að hvorugur leikmaður verði klár í slaginn gegn Newcastle annan í jólum

„Það sem við megum ekki gera eru fljótfærnismistök í janúarglugganum. Við verðum að þjást, klúbburinn verður að vera í fyrirrúmi," sagði Amorim meðal annars.

„Auðvitað þurfum við á stigum að halda og mér líður eins og við eigum eftir að þjást mikið í janúar."

Miðverðirnir Harry Maguire og Matthijs de Ligt eru einnig fjarverandi vegna meiðsla og þá eru Noussair Mazraoui, Bryan Mbeumo og Amad Diallo uppteknir á Afríkumótinu næstu vikurnar.

United er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir 17 umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner