Danska C-deildarliðið FC Roskilde er búið að kynna Bjarna Aðalsteinsson til leiks sem nýjan leikmann liðsins.
Vitað var að Bjarni var kominn með samkomulag við félag í dönsku C-deildinni og var Roskilde talinn líklegasti áfangastaðurinn. Nú hafa fregnirnar verið staðfestar.
11.12.2025 14:35
Bjarni Aðalsteins til Danmerkur (Staðfest)
Bjarni er 26 ára miðjumaður sem skiptir til Roskilde eftir að hafa leikið fyrir KA allan ferilinn. Hann hefur einnig spilað leiki fyrir Dalvík/Reyni og Magna en í heildina er hann með yfir 200 KSÍ-leiki að baki, þar af 131 í efstu deild.
Bjarni gerir eins og hálfs árs samning við Roskilde sem gildir til sumarsins 2027.
Roskilde er í toppbaráttu í C-deildinni og situr í þriðja sæti með 29 stig eftir 16 umferðir, sjö stigum á eftir toppliði AB.
„Mér lýst mjög vel á þetta verkefni. FC Roskilde er að gera góða hluti í deildinni og ég hef trú á að við getum komist upp um deild á tímabilinu. Það er mikill metnaður hérna og það eru mikil gæði á æfingum. Strákarnir tóku vel á móti mér, þetta er flottur hópur duglegum og metnaðarfullum leikmönnum," sagði Bjarni við undirskriftina.
„Ég hlakka mikið til að reyna fyrir mér í öðru landi. Það er bæði skrýtin og mjög spennandi áskorun. Ég ætla að læra dönsku svo ég geti verið leiðtogi á vellinum. Ég er mjög duglegur leikmaður sem fórna mér fyrir liðið - og ég kann líka að skora mörk."
Bjarni fær treyju númer 18 hjá Hróarskeldu.
Athugasemdir




