Hinn 16 ára gamli Lucas Vieira Thomas hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Þór. Samningurinn gildir út 2027. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk í gær þegar Þór vann KA í Kjarnafæðimótinu.
Lucas er markvörður og er búsettur á Ólafsfirði en hann fór í Þór frá KF í 3. flokki. Hann var í liðinu hjá 3. flokki sem varð Íslandsmeistari árið 2024 og þá var hann í markinu í lokaleiknum hjá 2. flokki þegar liðið varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili.
Samningurinn gildir út 2027 og er fyrsti samningur Lucas sem er fæddur árið 2009 og er því á yngsta ári í 2.flokki.
Eftir tímabilið hélt hann til Sviss þar sem hann var við æfingar hjá unglingaliðum svissneska úrvalsdeildarfélagsins Winterthur í eina viku.
Athugasemdir





