Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. janúar 2020 22:36
Aksentije Milisic
„Man Utd með engin svör"
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og var frammistaða liðsins hreint út sagt hörmuleg. Lítið hefur gengið hjá liðinu og eru stuðningsmenn liðsins ósáttir með nánast allt sem við kemur klúbbnum.

Robert Green, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hafði þetta að segja um liðið á BBC Radio eftir leikinn í kvöld.

„Eftir frammistöður eins og þessa, þá spyr maður sig, hvernig heldur þú áfram eftir þetta? Hvað tekur þú úr þessum leik? Það er erfitt að segja," sagði Green.

„Burnley þurfti ekki að spila frábæran sóknarleik til þess að vinna United. Spilamennskan var bara ekki til staðar hjá United. Þeir voru spurðir spurninga í kvöld en svörin voru engin."

Ljóst er að mikið er að hjá Manchester United og pressan á Ole Gunnar Solskjær er orðin mikil og þá hafa stuðningsmenn liðsins verið að mótmæla Ed Woodward, framkvæmdastjóra liðsins, og vilja hann burt.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner