Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
   lau 22. janúar 2022 18:43
Ívan Guðjón Baldursson
Ralf Rangnick: Besta tilfinningin
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Manchester United kom sér tímabundið upp í fjórða sæti ensku Úrvalsdeildarinnar með sigri gegn West Ham í dag. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur enda eru liðin í beinni samkeppni um Evrópusæti og aðeins eitt stig sem skilur þau að á stöðutöflunni.

Marcus Rashford kom inn af bekknum og gerði sigurmarkið með síðustu snertingu leiksins og var Ralf Rangnick bráðabirgðastjóri kátur að leikslokum.

„Það er alltaf besta tilfinningin að skora sigurmark á síðustu sekúndu og góður bónus að halda hreinu. Við áttum skilið að sigra eftir þennan lokakafla, við þurftum að sýna mikla þolinmæði gegn þessu West Ham liði. Það voru stundir þar sem ég óskaði þess að leikmenn hefðu tekið auka sendingu í stað þess að skjóta utan teigs," sagði Rangnick.

„Strákarnir litu vel út og er ég sérstaklega ánægður með varnarleikinn, þeir sýndu mikla baráttu. Andrúmsloftið í klefanum er frábært, strákarnir eru að fagna þessum mikilvæga sigri dátt. Þeir vita hversu mikilvægt þetta var.

„Við sýndum stundum ekki nógu mikla þolinmæði í sókn en sem betur fer þá hafðist þetta að lokum. Það voru tekin alltof mörg skot úr lélegum stöðum þar sem boltinn var aldrei að fara að enda í netinu. Ég vil þakka stuðningsmönnum sérstaklega fyrir frábæran stuðning, það voru þeir sem komu strákunum í gegnum þennan leik. Strákarnir voru þreyttir enda áttu þeir leik við Brentford fyrir þremur dögum."


Rashford gerði sigurmarkið og var himinlifandi að leikslokum.

„Við hefðum getað verið betri á boltanum en náðum að skora markið sem við þurftum. Þetta er ótrúlega mikilvægt mark og þessi sigur gefur okkur sjálfstraust. Við erum ánægðir með hléið sem er framundan, við þurfum smá hvíld."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner