Brasilíski varnarmaðurinn Murillo skrifaði undir nýjan fjögurra og hálfs árs samning við Nottingham Forest í gær. Hann er nú bundinn félaginu til sumarsins 2029.
Murillo er 22 ára og kom í Skírisskóg frá Corinthians í Brasilíu 2023.
Murillo er 22 ára og kom í Skírisskóg frá Corinthians í Brasilíu 2023.
Hann hefur orðið lykilmaður hjá Forest og var valinn leikmaður tímabilsins hjá félaginu í fyrra. Hann hefur leikið það vel að hann hefur verið orðaður við Liverpool og Real Madrid. Hann var valinn í brasilíska landsliðið í nóvember en var ónotaður varamaður í leikjum gegn Venesúela og Úrúgvæ.
„Ég er mjög þakklátur og ánægður með að það eru fjögur ár í viðbót. Ég er viss um að það er stór framtíð fyrir framan okkur," segir Murillo.
Forest er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með jafn mörg stig og Arsenal sem er í öðru sæti, sex stigum á eftir toppliði Liverpool.
A message from our Murillo. ???? pic.twitter.com/n9kEzTi8iS
— Nottingham Forest (@NFFC) January 21, 2025
Athugasemdir