Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 16:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Saka Man City um að hvetja leikmann til að rifta samningi
Juma Bah í leik með Real Valladolid.
Juma Bah í leik með Real Valladolid.
Mynd: EPA
Spænska úrvalsdeildarfélagið Real Valladolid hefur sakað Manchester City um að hvetja leikmann til að rifta samningi til að koma í gegn skiptum til Englandsmeistarana.

Varnarmaðurinn Juma Bah greindi Valladolid frá því í gær að hann ætlaði sér að rifta samningi sínum við félagið. Man City getur þá fengið hann á talsvert lægri upphæð.

City hafði sent inn beiðni til Valladolid fyrr um daginn til þess að fá að ræða við Bah. Leikmaðurinn mætti svo ekki til æfinga í dag hjá Valladolid.

Spænska félagið segir í yfirlýsingu sinni að Bah hafi verið leiddur áfram af Man City og umboðsmönnum sínum. Þessi ákvörðun hans hafi valdið félaginu miklum vonbrigðum.

Bah var enn á unglingasamningi og því var auðveldara fyrir hann að rifta honum. Hann er aðeins 18 ára gamall.

Bah fór til Valladolid frá AIK Freetong í Síerra Leóne í fyrra og á þessu tímabili hefur hann leikið tólf leiki í spænsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner