Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
   lau 22. febrúar 2025 13:34
Brynjar Ingi Erluson
Antonio byrjaður að skokka - Snýr hann aftur eftir landsleikjagluggann?
Mynd: michailantonio/Instagram
Michail Antonio, leikmaður West Ham, er byrjaður að æfa aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa lent í skelfilegu bílslysi.

Antonio, sem er 34 ára gamall, var fluttur á spítala með hraði þann 7. desember eftir að klesst bíl sínum á tré í Essex.

Framherjinn fótbrotnaði og gjöreyðilagðist Ferrari-bifreið hans, en hann eyddi 24 dögum á spítala áður en hann var útskrifaður.

Nú, aðeins þremur mánuðum síðar, er hann byrjaður að æfa, en hann hélt í 12 daga æfingaferð til Dúbaí þar sem hann vinnur að því að snúa aftur á völlinn.

Samkvæmt ensku miðlunum er hann byrjaður að skokka og verið að lyfta lóðum en á næstunni mun hann byrja að hlaupa, stökkva og gera boltaæfingar. Graham Potter, stjóri West Ham, segir þetta allt á réttri leið, en efast um að hann verði mættur aftur fyrir landsleikjahlé.

„Ég held að þetta sé mjög góður fasi í endurhæfingarferlinu hjá honum eða alla vega miðað við þær upplýsingar sem ég fæ frá læknateyminu. Þetta er allt á leið í rétta átt. Við erum ekki að reyna að flýta fyrir bataferlinu, en þetta er klárlega mjög jákvætt. Þetta snýst um að koma honum hægt og rólega til baka á völlinn, gera æfingar á velli en kannski í aðeins heitara umhverfi en er hér í Rush Green í febrúar.“

„Ég efast um að hann snúi aftur fyrir landsleikjaverkefnið í mars, svona miðað við alvarleika slyssins. Það mikilvægasta er að hann tekur sér þann tíma sem hann þarf með læknateyminu. Mick er síðan eins og MIck er, um leið og hann telur sig vera kláran þá verður hann það,“
sagði Potter.
Athugasemdir
banner
banner