Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 22. mars 2020 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Partey bíður með að skrifa undir nýjan samning
Mynd: Getty Images
Thomas Partey, landsliðsmaður Gana og leikmaður Atletico Madrid, er eftirsóttur af Arsenal sem þarf að styrkja miðjuna sína fyrir næstu leiktíð.

Atletico er búið að bjóða Partey nýjan samning en miðjumaðurinn ætlar bíða með að skrifa undir.

Í núverandi samningi Partey er söluákvæði sem hljóðar upp á 50 milljónir evra. Í nýja samningnum yrði verðmiðinn tvöfaldaður og Partey yrði því ekki falur fyrir minna en 100 milljónir.

Arsenal íhugar að borga upp ákvæðið hans Partey og gæti fjármagnað kaupin með sölunni á fyrirliðanum Pierre-Emerick Aubameyang, sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og er eftirsóttur af stórliðum víða um Evrópu.

Partey er aðdáandi ensku úrvalsdeildarinnar og dreymir um að spila þar. Hann er 26 ára gamall og hefur skorað 10 mörk í 27 landsleikjum með Gana, þar sem hann spilar stundum framar á miðjunni heldur en hjá Atletico.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner