Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
   lau 22. mars 2025 16:22
Brynjar Ingi Erluson
Lára og Vigdís skiptu með sér stigunum - Glódís ekki með þegar Bayern komst í úrslit
Glódís Perla er enn að glíma við meiðsli
Glódís Perla er enn að glíma við meiðsli
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lára Kristín Pedersen og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skiptu með sér stigunum er Anderlecht og Club Brugge gerði 1-1 jafntefli í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Báðar voru í byrjunarliðinu en Lára er á mála hjá Club Brugge á meðan Vigdís spilar með Anderlecht.

Anderlecht fór með eins marks forystu inn í hálfleikinn en fékk á sig jöfnunarmark strax í upphafi síðari hálfleiks.

Högg fyrir Anderlecht í titilbaráttunni en það er útlit fyrir að Leuven taki toppsætið eftir þessa umferð. Ef miðað er við þráðbeina stigatöflu er Leuven, sem er að vinna Westerlo 2-0, á leið á toppinn með 49 stig en Anderlecht í öðru með 47 stig. Club Brugg er síðan í 4. sætinu með 30 stig.

Ingibjörg Sigurðardóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir spiluðu báðar er Bröndby gerði markalaust jafntefli við topplið Fortuna Hjörring í meistarariðli dönsku úrvalsdeildarinnar.

Ingibjörg byrjaði leikinn en Hafrún kom inn af bekknum í síðari hálfleik.

Möguleikar Bröndby á að vinna deildina eru litlir og enn minni eftir úrslit dagsins en þliðið er í 3. sæti með 28 stig, tíu stigum frá toppnum.

María Catharina Ólafsdóttir Gros var í byrjunarliði Linköping sem tapaði fyrir AIK, 2-0, í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Henni var skipt af velli þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Glódísar-laust Bayern í bikarúrslit

Bayern München er komið í bikarúrslit annað árið í röð eftir að hafa unnið 3-2 baráttusigur á Hoffenheim í undanúrslitum.

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern, var ekki með í dag vegna hnémeiðsla, en félagið greindi frá þessu fyrir leikinn. Þýska landsliðskonan Giulia Gwinn var einnig frá, en Bayern þraukaði án þeirra og vonandi að þær verði klárar í tæka tíð.

Liðið mætir Hamburger SV eða Werder Bremen í úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner