Branthwaite og Nmecha orðaðir við Man Utd - Liverpool hefur trú á framlengingum - Huijsen skotmark Newcastle
   lau 22. mars 2025 00:29
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: KÁ og Álftanes unnu riðlana
Mynd: Facebook-síða KÁ
Mynd: Álftanes
Mynd: Stokkseyri
Mynd: Eiríkur Arnar Hansen
Úrslit hafa borist úr fimm af sex leikjum kvöldsins í C-deild Lengjubikarsins, þar sem KÁ, KM, Stokkseyri og Álftanes unnu góða sigra.

KÁ skoraði tíu mörk gegn Afríku á meðan Álftanes rúllaði yfir Hamar með sex mörkum gegn engu.

Bjarki Sigurjónsson skoraði fernu í sigri KÁ á meðan leikmenn Álftaness skiptu mörkunum jafnt á milli sín.

Rúben Narciso var markahæstur með tvennu í 2-5 sigri KM gegn SR, en Róbert Orri Ragnarsson skoraði bæði mörk SR í leiknum úr vítaspyrnum.

Stokkseyri lenti svo undir gegn RB, fyrst 2-0 og svo 3-2, en Hafþór Berg Ríkarðsson var hetja Stokkseyringa.

Hafþór Berg skoraði þrennu áður en Tómas Orri Kjartansson gerði sigurmarkið á 80. mínútu.

Léttir og BF gerðu að lokum 4-4 jafntefli þar sem Nischal Smári Gurung og Kristófer Dagur Sigurðsson skoruðu sitthvora tvennuna.

Léttir komst tvisvar sinnum í tveggja marka forystu en í bæði skiptin tókst BF að jafna.

Leikirnir fóru allir fram í riðlum 3 og 4, þar sem KÁ er búið að sigra riðil 4 og Álftanes búið að sigra riðil 3.

Álftanes 6 - 0 Hamar
1-0 Hilmir Ingi Jóhannesson ('5 )
2-0 Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson ('25 )
3-0 Stephan Briem ('29 )
4-0 Bessi Thor Jónsson ('33 )
5-0 Freyþór Hrafn Harðarson ('45 )
6-0 Bjarki Flóvent Ásgeirsson ('58 )

SR 2 - 5 KM
0-1 Árni Snær Sigurjónsson ('26 )
0-2 Gunnar Már Tryggvason ('40 )
1-2 Róbert Orri Ragnarsson ('43 , Mark úr víti)
1-3 Rúben Filipe Vasques Narciso ('60 )
2-3 Róbert Orri Ragnarsson ('70 , Mark úr víti)
2-4 Davor Castano Duro ('77 )
2-5 Rúben Filipe Vasques Narciso ('87 )

RB 3 - 4 Stokkseyri
1-0 Mahamadu Ceesay Danso ('3 )
2-0 Roberto Adompai ('35 )
2-1 Hafþór Berg Ríkarðsson ('40 )
2-2 Hafþór Berg Ríkarðsson ('55 )
3-2 Finnur Valdimar Friðriksson ('65 )
3-3 Hafþór Berg Ríkarðsson ('75 )
3-4 Tómas Orri Kjartansson ('80 )

Léttir 4 - 4 BF 108
1-0 Nischal Smári Gurung ('2 )
2-0 Viktor Axel Matthíasson ('4 )
2-1 Kristófer Dagur Sigurðsson ('25 )
2-2 Adrían Elí Þorvaldsson ('40 )
3-2 Nischal Smári Gurung ('58 )
4-2 Kristján Jóhannesson ('83 )
4-3 Kristófer Dagur Sigurðsson ('86 )
4-4 Tristan Egill Elvuson Hirt ('90 )

KÁ 10 - 1 Afríka
0-1 Victor Jurian ('12 )
1-1 Bjarki Sigurjónsson ('14 )
2-1 Egill Örn Atlason ('23 )
3-1 Baldur Örn Þórarinsson ('30 )
4-1 Bjarki Sigurjónsson ('39 )
5-1 Þórður Örn Jónsson ('47 )
6-1 Bjarki Sigurjónsson ('50 )
7-1 Victor Gauti Wium Jóhannsson ('55 )
8-1 Ágúst Jens Birgisson ('75 )
9-1 Aron Hólm Júlíusson ('80 )
10-1 Bjarki Sigurjónsson ('85 )
Athugasemdir
banner
banner
banner