Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 18. janúar 2020 13:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Barkar: Vildi fara í Víking strax eftir fund með Arnari
Atli eftir undirskriftina í Víkinni í dag.
Atli eftir undirskriftina í Víkinni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vildi koma heim til að spila alvöru fótbolta, komast í gott lið, gott umhverfi, frábæra þjálfara og gott þjálfarateymi," sagði Atli Barkarson við Fótbolta.net í dag eftir að hafa gert þriggja ára samning við Víking Reykjavík.

Atli sem er 19 ára á árinu hefur verið hjá atvinnumannaliðum erlendis undanfarin þrjú ár, fyrst tvö hjá Norwich og svo hjá Fredrikstad í Noregi.

„Það er betra að koma hingað og spila en að vera í akademíu og spila leiki sem skipta ekki miklu máli. Leikirnir hérna skipta miklu máli og því vil ég koma hingað núna og markmiðið er svo að fara aftur út," sagði Atli.

Arnar Gunnlaugsson gerði Víking að bikarmeisturum í fyrra og hefur haft gott orð á sér fyrir að leyfa ungum mönnum að fá tækifæri með liðinu.

„Ég fór á fund með Arnari og strax eftir fundinn hringdi ég í Óla Garðars umboðsmann minn og sagði að þetta væri liðið sem mig langaði að fara í. Það er mjög spennandi að vinna með Guðjóni styrktarþjálfara og öll hugmyndafræði Arnars. Hann hefur sýnt að hann gefur ungum mönnum séns og ég er að leitast eftir að spila. Þess vegna vildi ég koma hingað."

„Það voru nokkur önnur lið í Pepsi Max-deildinni sem heyrðu í mér en ég vil ekki segja hvaða lið það voru."

Nánar er rætt við Atla í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner