Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
   lau 18. janúar 2020 13:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Barkar: Vildi fara í Víking strax eftir fund með Arnari
Atli eftir undirskriftina í Víkinni í dag.
Atli eftir undirskriftina í Víkinni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vildi koma heim til að spila alvöru fótbolta, komast í gott lið, gott umhverfi, frábæra þjálfara og gott þjálfarateymi," sagði Atli Barkarson við Fótbolta.net í dag eftir að hafa gert þriggja ára samning við Víking Reykjavík.

Atli sem er 19 ára á árinu hefur verið hjá atvinnumannaliðum erlendis undanfarin þrjú ár, fyrst tvö hjá Norwich og svo hjá Fredrikstad í Noregi.

„Það er betra að koma hingað og spila en að vera í akademíu og spila leiki sem skipta ekki miklu máli. Leikirnir hérna skipta miklu máli og því vil ég koma hingað núna og markmiðið er svo að fara aftur út," sagði Atli.

Arnar Gunnlaugsson gerði Víking að bikarmeisturum í fyrra og hefur haft gott orð á sér fyrir að leyfa ungum mönnum að fá tækifæri með liðinu.

„Ég fór á fund með Arnari og strax eftir fundinn hringdi ég í Óla Garðars umboðsmann minn og sagði að þetta væri liðið sem mig langaði að fara í. Það er mjög spennandi að vinna með Guðjóni styrktarþjálfara og öll hugmyndafræði Arnars. Hann hefur sýnt að hann gefur ungum mönnum séns og ég er að leitast eftir að spila. Þess vegna vildi ég koma hingað."

„Það voru nokkur önnur lið í Pepsi Max-deildinni sem heyrðu í mér en ég vil ekki segja hvaða lið það voru."

Nánar er rætt við Atla í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner