Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
   lau 18. janúar 2020 13:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Barkar: Vildi fara í Víking strax eftir fund með Arnari
Atli eftir undirskriftina í Víkinni í dag.
Atli eftir undirskriftina í Víkinni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vildi koma heim til að spila alvöru fótbolta, komast í gott lið, gott umhverfi, frábæra þjálfara og gott þjálfarateymi," sagði Atli Barkarson við Fótbolta.net í dag eftir að hafa gert þriggja ára samning við Víking Reykjavík.

Atli sem er 19 ára á árinu hefur verið hjá atvinnumannaliðum erlendis undanfarin þrjú ár, fyrst tvö hjá Norwich og svo hjá Fredrikstad í Noregi.

„Það er betra að koma hingað og spila en að vera í akademíu og spila leiki sem skipta ekki miklu máli. Leikirnir hérna skipta miklu máli og því vil ég koma hingað núna og markmiðið er svo að fara aftur út," sagði Atli.

Arnar Gunnlaugsson gerði Víking að bikarmeisturum í fyrra og hefur haft gott orð á sér fyrir að leyfa ungum mönnum að fá tækifæri með liðinu.

„Ég fór á fund með Arnari og strax eftir fundinn hringdi ég í Óla Garðars umboðsmann minn og sagði að þetta væri liðið sem mig langaði að fara í. Það er mjög spennandi að vinna með Guðjóni styrktarþjálfara og öll hugmyndafræði Arnars. Hann hefur sýnt að hann gefur ungum mönnum séns og ég er að leitast eftir að spila. Þess vegna vildi ég koma hingað."

„Það voru nokkur önnur lið í Pepsi Max-deildinni sem heyrðu í mér en ég vil ekki segja hvaða lið það voru."

Nánar er rætt við Atla í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner