Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
   lau 18. janúar 2020 13:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Barkar: Vildi fara í Víking strax eftir fund með Arnari
Atli eftir undirskriftina í Víkinni í dag.
Atli eftir undirskriftina í Víkinni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vildi koma heim til að spila alvöru fótbolta, komast í gott lið, gott umhverfi, frábæra þjálfara og gott þjálfarateymi," sagði Atli Barkarson við Fótbolta.net í dag eftir að hafa gert þriggja ára samning við Víking Reykjavík.

Atli sem er 19 ára á árinu hefur verið hjá atvinnumannaliðum erlendis undanfarin þrjú ár, fyrst tvö hjá Norwich og svo hjá Fredrikstad í Noregi.

„Það er betra að koma hingað og spila en að vera í akademíu og spila leiki sem skipta ekki miklu máli. Leikirnir hérna skipta miklu máli og því vil ég koma hingað núna og markmiðið er svo að fara aftur út," sagði Atli.

Arnar Gunnlaugsson gerði Víking að bikarmeisturum í fyrra og hefur haft gott orð á sér fyrir að leyfa ungum mönnum að fá tækifæri með liðinu.

„Ég fór á fund með Arnari og strax eftir fundinn hringdi ég í Óla Garðars umboðsmann minn og sagði að þetta væri liðið sem mig langaði að fara í. Það er mjög spennandi að vinna með Guðjóni styrktarþjálfara og öll hugmyndafræði Arnars. Hann hefur sýnt að hann gefur ungum mönnum séns og ég er að leitast eftir að spila. Þess vegna vildi ég koma hingað."

„Það voru nokkur önnur lið í Pepsi Max-deildinni sem heyrðu í mér en ég vil ekki segja hvaða lið það voru."

Nánar er rætt við Atla í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner