Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mán 22. apríl 2024 20:58
Elvar Geir Magnússon
Spánn: Marokkóinn í stuði
Mynd: EPA
Sevilla 2 - 1 Mallorca
1-0 Youssef En-Nesyri ('61 )
2-0 Isaac Romero Bernal ('75 )
2-1 Abdon Prats ('90 )

Sevilla vann 2-1 sigur á Mallorca í eina leik kvöldsins í spænsku deildinni, La Liga.

Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleik tók marokkóski landsliðsmaðurinn Youssef En-Nesyri til sinna ráða. Hann skoraði fyrsta mark leiksins á 61. mínútu og lagði svo upp mark fyrir Isaac Romero þegar stundarfjórðungur var eftir.

Mallorca náði að minnka muninn í lokin en komst ekki lengra.

Sevilla er í tólfta sæti með 37 stig en Mallorca í sextánda sæti með 31 stig, sex stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner