FH heimsækir Tindastóls í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld. FH mætir með mjög spennandi lið til leiks í deildinni í sumar en félagið hefur bætt við sig sterkum leikmönnum í vetur.
Þar á meðal er miðjumaðurinn Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir sem er komin aftur til Íslands eftir að hafa spilað í Mexíkó síðustu árin.
Þar á meðal er miðjumaðurinn Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir sem er komin aftur til Íslands eftir að hafa spilað í Mexíkó síðustu árin.
Hún lék síðast á Íslandi árið 2021 en það sumarið hélt hún frá uppeldisfélaginu Breiðabliki til Houston Dash í Bandaríkjunum. Í kjölfarið lék hún svo með tveimur félögum í Mexíkó. Fyrst Club America og svo Mazatlan seinni hluta síðasta árs. Bæði leika í Liga MX deildinni, efstu deild.
Andrea er 28 ára miðjumaður sem á að baki tólf A-landsleiki og var síðast í landsliðshópnum haustið 2021. Í þessum tólf leikjum hefur Andrea skorað tvö mörk.
„Það er gríðarlega sterkt fyrir okkur að fá hana. Það er svo ofboðslega margt sem hún kemur með. Hún er frábær viðbót inn í þennan hóp," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
„Hún kemur með reynslu frá öllum heiminum við liggur við og svo er hún frábær manneskja líka. Hún er frábær innan sem utan vallar," sagði Valgerður Ósk Valsdóttir, miðjumaður FH.
Getur hún lyft leik FH upp á næsta plan?
„Það er alveg klárt mál. Hún gerir það. Hún er svo miklu betri en ég þorði að vona. Hún á eftir að koma með sprengju inn í þetta tímabil," sagði Guðni.
FH var spútniklið Bestu deildarinnar í fyrra og endaði í sjötta sæti en hægt er að hlusta á Niðurtalninguna hér fyrir neðan.
mánudagur 22. apríl
17:00 Tindastóll-FH (Sauðárkróksvöllur)
18:00 Breiðablik-Keflavík (Kópavogsvöllur)
18:00 Stjarnan-Víkingur R. (Samsungvöllurinn)
19:15 Fylkir-Þróttur R. (Würth völlurinn)
Athugasemdir