Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 22. maí 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Er Santi Cazorla á leið aftur til Arsenal?
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal birti athyglisverða færslu á Twitter í gærkvöldi en þar er gefið í skyn að Santi Cazorla sé á leið aftur til félagsins frá Villarreal.

Cazorla, sem er 35 ára gamall, spilaði með Arsenal frá 2012 til 2018 en fyrstu árin voru honum afar góð á meðan slæm meiðsli setti strik í reikninginn síðustu árin áður en hann gekk til liðs við Villarreal.

Hann hefur spilað glimrandi vel á Spáni en hann er kominn með 12 mörk í 29 leikjum á þessari leiktíð og þar af sjö stoðsendingar.

Stuðningsmenn Arsenal hafa alltaf elskað Cazorla og kom mikill spenningur í stuðningsmenn eftir að félagið birti mynd af honum á Twitter í gær.

„Santi. Það var ekki fleira. Þetta er tístið," var skrifað við færsluna.

Samningur Cazorla hjá Villarreal rennur út í sumar en hann sagði við spænska sparkspekinginn Guillem Balague á dögunum að hann ætlaði sér að spila í tvö ár til viðbótar áður en hann fer út í þjálfun.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gæti því boðið honum samning og fengið hann síðar inn í þjálfarateymið en það ætti að koma í ljós á næstu vikum.


Athugasemdir