Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   sun 22. maí 2022 21:23
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Sowe hetja Blika í stórkostlegum sjö marka leik - Víkingar gengu frá Val í seinni
Víkingar unnu góðan sigur á Val
Víkingar unnu góðan sigur á Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Omar Sowe var hetja Blika
Omar Sowe var hetja Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðar Fram voru grátlega nálægt því að verða fyrsta liðið til að ná í stig af Breiðabliki í 7. umferð Bestu deildar karla á Kópavogsvellinum í völd en Omar Sowe hafði önnur plön fyrir Blika og tryggði þeim 4-3 sigur. Íslandsmeistaralið Víkings vann á meðan Val, 3-1, á Origo-vellinum.

Blikarnir byrjuðu frábærlega. Kristinn Steindórsson kom liðinu yfir á 7. mínútu. Dagur Dan Þórhallsson átti fyrirgjöf og var Kristinn aleinn í góðri stöðu áður en hann gerði fyrsta mark leiksins.

Tveimur mínútum síðar tvöfaldaði hann forystuna með marki úr vítaspyrnu. Már Ægisson braut á Ísaki Snær Þorvaldssyni og var það í verkahring Kristins að afgreiða vítaspyrnuna í netið.

Hlutirnir versnuðu fyrir fram þegar Albert Hafsteinsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla en nýliðarnir fengu líflínu stuttu síðar er Guðmundur Magnússon skoraði með skalla eftir hornspyrnu Tiago.

Blikar fengu kjörið tækifæri til að komast í 3-1 á 33. mínútu er Alex Freyr Elísson braut á Gísla Eyjólfssyni inn í teig. Kristinn í dauðafæri á að skora þrennu en þrumaði boltanum yfir markið.

Guðmundur gat jafnað undir lok fyrri hálfleiks er Jannik Holmgaard sendi hann í gegn en honum brást bogalistin og vippaði boltanum yfir Anton Ara Einarsson og framhjá.

Dramatíkin fór af stað í síðari hálfleiknum. Framarar vildu fá vítaspyrnu á 54. mínútu er Holmsgaard féll í teignum en fengu ekki.

Fjórum mínútum síðar hófst svo ótrúlegur kafli. Fred jafnaði metin á 58. mínútu með marki úr aukaspyrnu áður en Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum aftur yfir tveimur mínútum síðar er hann stangaði aukaspyrnu Olivers SIgurjónssonar í markið.

Framarar svöruðu aftur og nú var það Tiago. Þetta gerðist aðeins 14 sekúndum eftir mark Blika. Fred átti langan bolta á Jannik sem kom boltanum fyrir Tiago og þaðan í netið. Blikar vildu fá dæmda rangstöðu en fengu ekki.

Gestirnir vildu aftur fá víti tuttugu mínútum fyrir leikslok er Jannik féll í teignum en ekkert dæmt. Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var æfur og fékk að líta gula spjaldið.

Omar Sowe, sem er á láni frá NY Red Bulls, kom inná sem varamaður og reyndist hetja Blika. Hann gerði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru eftir og tryggði Blikum sigur í dramatískum leik.

Blikar eru á fram á toppnum með fullt hús stiga eftir fyrstu sjö leikina en Fram í 10. sæti með 5 stig.

Víkingar að komast í gang?

Valur lagði Víking, 3-1, á Origo-vellinum. Fyrri hálfleikurinn bauð ekki upp á mikinn hasar en sá síðari gerði það svo sannarlega.

Víkingar fengu víti á 55. mínútu leiksins er Birkir Már Sævarsson handlék knöttinn. Nikolaj Hansen steig á punktinn tók panenka vítaspyrnu á mitt markið. Fimmtán mínútum síðar fór Guy Smit, markvörður Vals, af velli vegna tognunar aftan í læri og inn kom Sveinn Sigurður Jóhannesson.

Logi Tómasson bætti við öðru marki á 75. mínútu. Hann átti sendingu á Helga Guðjónsson, sem lagði hann aftur á Loga og lét hann vaða í fjærhornið. Þriðja mark Loga í efstu deild og öll komið gegn Val!

Helgi Guðjónsson gerði svo þriðja markið fimm mínútum fyrir lok leiksins. Ari Sigurpálsson keyrði á Rasmus Christiansen en danski leikmaðurinn reyndi að sparka boltanum frá, það vildi þó ekki betur til en að boltinn hrökk til Helga sem skoraði.

Valsmenn klóruðu í bakkann undir lokin er Kyle Mclagan gerðist brotlegur innan teigs. Arnór Smárason skoraði úr vítinu og þar við sat. Lokatölur 3-1 fyrir Íslandsmeisturunum sem eru í 5. sæti með 13 stig, átta stigum frá toppliði Breiðabliks. Valur er í 4. sæti með jafnmörg stig en betri markatölu.

Úrslit og markaskorarar:

Breiðablik 4 - 3 Fram
1-0 Kristinn Steindórsson ('7 )
2-0 Kristinn Steindórsson ('9 , víti)
2-1 Guðmundur Magnússon ('26 )
2-1 Kristinn Steindórsson ('33 , misnotað víti)
2-2 Frederico Bello Saraiva ('58 )
3-2 Höskuldur Gunnlaugsson ('60 )
3-3 Tiago Manuel Da Silva Fernandes ('62 )
4-3 Omar Sowe ('87 )
Lestu um leikinn

Valur 1 - 3 Víkingur R.
0-1 Nikolaj Andreas Hansen ('55 , víti)
0-2 Logi Tómasson ('74 )
0-3 Helgi Guðjónsson ('84 )
1-3 Arnór Smárason ('90 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner