Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 22. júní 2019 16:06
Elvar Geir Magnússon
Hendrickx hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Jonathan Hendrickx kvaddi Breiðablik eftir 3-1 sigurinn gegn ÍBV í dag.

Þetta var hans síðasti leikur fyrir félagið en hann er nú að fara heim til Belgíu og gengur í raðir 1. deildarfélagsins Lommel.

Hendrickx kom til Breiðabliks fyrir tímabilið í fyrra og er því á sínu öðru tímabili í Kópavoginum. Þar á undan lék hann með FH.

„Jonathan er mikill fagmaður og hefur verið mjög öflugur í Blikaliðinu," sagði á blikar.is þegar tilkynnt var að Hendrickx myndi fara.

Breiðablik komst á topp Pepsi Max-deildarinnar að nýju með sigrinum í dag. Arnar Sveinn Geirsson lék ekki með liðinu í leiknum vegna meiðsla.


Athugasemdir
banner
banner