Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 22. júní 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kwame mættur aftur til landsins - Væntanlega með gegn Sindra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kwame Quee var ekki með Víkingi gegn KR í gær. Hann var heldur ekki með í síðasta leik á undan þegar Víkingur vann FH.

Kwame er landsliðsmaður Síerra Leone og var liðið að spila í forkeppni Afríkukeppninnar á dögunum. Síerra Leone tryggði sig inn í lokakeppnina
og spilaði Kwame allan leikinn í úrslitaleik um sæti þegar Síerra Leone lék gegn Benín þann 15. júní.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður út í Kwame í viðtali eftir leikinn í gær.

„Kwame er í sóttkví, hann lék landsleik sem frestaðist út af einhverju covid-rugli þarna úti og verður væntanlega með í bikarleiknum á fimmtudaginn," sagði Arnar.

Ríkjandi bikarmeistararnir í Víkingi mæta Sindra í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar á fimmtudag.
Arnar Gunnlaugs: KR átti skilið að jafna leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner