Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 22. júní 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Schick: Var ekki nægilega þroskaður þegar ég fór til Roma
Patrik Schick.
Patrik Schick.
Mynd: EPA
Tékkneski landsliðsmaðurinn Patrik Schick segir að hann hafi ekki farið til Roma á réttum tímapunkti á sínum ferli.

Þessi fyrrum sóknarmaður Roma hefur skorað þrjú mörk í tveimur leikjum á EM alls staðar, þar á meðal mark frá miðju gegn Skotlandi. Hann verður í eldlínunni með Tékklandi gegn Englandi í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld.

„Þetta var gott mark, ég var búinn að hugsa út í að reyna þetta því að í fyrri hálfleik sá ég að markvörðurinn kom út. Mikilvægast er samt að liðið vann leikinn," segir Schick.

Schick er 25 ára gamall og spilar með Bayer Leverkusen. Hann var tvö ár hjá Roma en skoraði aðeins átta mörk í 58 leikjum fyrir ítalska liðið.

„Ég var ekki 100% klár þegar ég fór til Roma. Ég var aðeins of ungur og ekki nægilega þroskaður. Ég átti frábært fyrsta tímabil með Sampdoria en þegar þú ferð í stórt félag eins og Roma eru fleiri erfiðleikar og ég var ekki klár í það."
Athugasemdir
banner
banner
banner