Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   fim 22. júlí 2021 16:49
Elvar Geir Magnússon
Austria yfir gegn Blikum í hálfleik - Anton Ari í stuði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Austria Vín leiðir 1-0 gegn Breiðabliki þegar flautað hefur verið hálfleiks í fyrri viðureign liðanna í Sambandsdeildinni.

Blikar byrjuðu leikinn af krafti og ógnuðu marki heimamanna auk þess að hafa átt að fá vítaspyrnu en ekkert var dæmt.

Eina mark fyrri hálfleiks skoraði sóknarmaðurinn Marco Djuricin þegar hann náði að slíta sig lausan frá Viktori Erni Margeirssyni þegar sending kom inn í teiginn á 32. mínútu.

Anton Ari Einarsson hefur verið í miklu stuði í marki Blika og tekið tvær frábærar vörslur. Rétt fyrir hálfleik átti Viktor Karl Einarsson hættulega skottilraun en Patrick Pentz í marki heimamanna varði vel.

Austria Vín hefur átt átta marktilraunir en Breiðablik sjö. Fylgst er með gangi mála í leiknum í úrslitaþjónustu á forsíðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner