Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mán 22. júlí 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund reynir að kaupa bakvörð frá Man City
Mynd: EPA
Borussia Dortmund er í viðræðum við Englandsmeistara Manchester City um kaup á bakverðinum sókndjarfa Yan Couto.

Couto á ekki nema eitt ár eftir af samningi sínum við Man City en hann gerði góða hluti á láni hjá Girona á síðustu leiktíð.

Couto er með 40 milljón evru riftunarákvæði í samningi sínum en Dortmund ætlar ekki að virkja það ákvæði. Þýska stórliðið er reiðubúið til að borga um 25 milljónir evra fyrir bakvörðinn.

Couto er spenntur fyrir að skipta yfir til Dortmund þar sem hann fær ekki mikinn spiltíma hjá Man City.

Couto er 22 ára gamall og á fjóra A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu. Hann var mikilægur hlekkur í liði Girona á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner