Alexander Isak vill verða langlaunahæsti leikmaður Newcastle ef hann á að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Heimildir TalkSPORT herma að Isak vilji fá 300 þúsund pund í vikulaun.
Heimildir TalkSPORT herma að Isak vilji fá 300 þúsund pund í vikulaun.
Ef Newcastle myndi samþykkja það, þá myndi það líklega rústa launastrúktúr félagsins. Isak er núna sagður vera með 120 þúsund pund í vikulaun á meðan launahæsti leikmaður félagsins, Bruno Guimaraes, er með 160 þúsund pund í vikulaun.
Hinn 25 ára gamli Isak er samningsbundinn Newcastle til 2028 en félagið hefur verið að ræða við hann um nýjan samning.
Liverpool hefur sýnt honum mikinn áhuga og þá er einnig áhugi á honum frá Sádi-Arabíu.
Athugasemdir