Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Parla mættur aftur til Húsavíkur (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Græni herinn
Völsungur í Lengjudeildinni hefur fengið liðsstyrk fyrir lokasprettinn í deildinni því Sergio Parla Garcia er mættur til Húsavíkur.

Völsungur fór upp úr 2. deild síðasta sumar og sitja nýliðarnir í 8. sæti deildarinnar eftir 13 leiki, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti og átta stigum frá umspilssæti þegar níu umferðir eru eftir.

Sergio Parla er spænskur miðjumaður sem lék með Völsungi á endasprettinum í fyrra og hjálpaði liðinu upp úr 2. deild. Hann lék sjö leiki og skoraði eitt mark.

Hann er uppalinn hjá Real Madrid og hefur fyrir utan tímann á Húsavík einungis spilað í neðri deildum Spánar.

Völsungur tekur á móti Selfossi í 14. umferðinni. Sá leikur hefst klukkan 14:00 og fer fram á PCC vellinum á laugardag.
Athugasemdir
banner