
Völsungur í Lengjudeildinni hefur fengið liðsstyrk fyrir lokasprettinn í deildinni því Sergio Parla Garcia er mættur til Húsavíkur.
Völsungur fór upp úr 2. deild síðasta sumar og sitja nýliðarnir í 8. sæti deildarinnar eftir 13 leiki, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti og átta stigum frá umspilssæti þegar níu umferðir eru eftir.
Völsungur fór upp úr 2. deild síðasta sumar og sitja nýliðarnir í 8. sæti deildarinnar eftir 13 leiki, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti og átta stigum frá umspilssæti þegar níu umferðir eru eftir.
Sergio Parla er spænskur miðjumaður sem lék með Völsungi á endasprettinum í fyrra og hjálpaði liðinu upp úr 2. deild. Hann lék sjö leiki og skoraði eitt mark.
Hann er uppalinn hjá Real Madrid og hefur fyrir utan tímann á Húsavík einungis spilað í neðri deildum Spánar.
Völsungur tekur á móti Selfossi í 14. umferðinni. Sá leikur hefst klukkan 14:00 og fer fram á PCC vellinum á laugardag.
Athugasemdir