Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 22. ágúst 2019 14:39
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid lánar Kubo til Mallorca (Staðfest)
Real Madrid hefur lánað japanska sóknarmiðjumanninn Takefusa Kubo til Real Mallorca út tímabilið.

Kubo er 18 ára og mun væntanlega fá mikinn spiltíma hjá Mallorca sem er nýliði í La Liga.

Kubo hefur verið kallaður „hinn japanski Messi" en hann varð átján ára fyrr í þessum mánuði. Real Madrid fékk hann fyrr á árinu frá FC Tokyo.

Hjá FC Tokyo skoraði Kubo sex mörk í 30 leikjum en hann vakti athygli á undirbúningstímabilinu fyrir frammistöðu sína með Madrídarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner